Sérstök sóttkvíarvesti rjúka út í Ellingsen

Sóttkvíarvestin hafa selst vel síðan þau komu á markað.
Sóttkvíarvestin hafa selst vel síðan þau komu á markað.

„Þetta byrjaði eig­in­lega allt á fimmtu­dag, þá höfðu nokkr­ir aðilar sam­band við okk­ur að leita sér að sýni­leika­vest­um fyr­ir fólk í sótt­kví. Lík­lega hafa ein­hverj­ir göngu­hóp­ar farið að föndra slík vesti,“ seg­ir Pét­ur Þór Hall­dórs­son einn af eig­end­um Ell­ing­sen sem tók upp á því að búa til sér­stök sótt­kví­ar­vesti sem hafa rokið út síðan þau komu á markað.

„Ég elska þegar frum­kvæðið kem­ur frá viðskipta­vin­um. Þannig við reynd­um að vinna hratt í Ell­ing­sen og og seinnipart föstu­dag vor­um við ein­fald­lega kom­in með slík vesti til sölu inn á ell­ing­sen.is í ókeyp­is heimsend­ingu,“ seg­ir hann. 

Aðspurður hvort sleg­ist verði um vest­in seg­ist hann ekki vita það. 

„Við vit­um auðvitað ekki eft­ir­spurn­ina, en við eig­um nóg til af þessu og von­um að sem flest­ir sýni gott for­dæmi í göngu­túr­um í sótt­kví. Haldi sér frá fjöl­förn­um svæðum og séu í vesti,“ seg­ir Pét­ur. 

Pétur Þór Halldórsson.
Pét­ur Þór Hall­dórs­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman