Tökum veirulausan klukkutíma í kvöld

Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, skor­ar á al­menn­ing að taka svo­kallaðan veiru­laus­an klukku­tíma á milli klukk­an átta og níu í kvöld.

Þetta sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi vegna kór­ónu­veirunn­ar síðdeg­is í dag. 

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er heims­byggðinni of­ar­lega, ef ekki efst, í huga þessa dag­ana, en Víðir hvet­ur lands­menn til að hugsa ekki um kór­ónu­veiruna í eina klukku­stund í kvöld.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman