Æfingahjólin runnu út á einni mínútu

Æfingahjólin eru svokölluð IC8 hjól, en með þeim er hægt …
Æfingahjólin eru svokölluð IC8 hjól, en með þeim er hægt að sjá nákvæmlega æfingaálagið og skrá það niður í forrit eins og Strava sem eru vinsæl til að halda utan um æfingar hjólreiðafólks og hlaupara. Ljósmynd/Hákon Hrafn

For­svars­fólk hjól­reiðadeild­ar Breiðabliks og Sport­húss­ins dó ekki ráðalaus þegar til­kynnt var um hert­ari tak­mark­an­ir á sam­komu­bann­inu í gær. Leiða tak­mark­an­irn­ar meðal ann­ars til þess að loka á öll­um lík­ams­rækt­ar­stöðvum og sund­laug­um. Sam­tals 34 hjól hafa verið leigð út til viðskipta­vina stöðvar­inn­ar, en með því færa þau hreyf­ing­una heim meðan bannið stend­ur yfir.

Há­kon Hrafn Sig­urðsson, yfirþjálf­ari hjá hjól­reiðadeild­inni, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þegar ljóst varð um tak­mark­an­irn­ar í gær hafi verið hoppað til og áhugi þeirra sem æfðu hjól­reiðar at­hugaður á að fá hjól heim til sín. Sport­húsið, hjól­reiðadeild­in og þríþrauta­deild­in eiga hjól­in í sam­ein­ingu og seg­ir hann viðbrögð Sport­húss­ins hafa verið mjög já­kvæð og að allra leiða sé leitað til að koma sem best til móts við fólk á þess­um sér­stöku tím­um.

Þríþrauta­deild­in hafði þegar ráðstafað sín­um hjól­um en skrán­ing fyr­ir hin 25 hjól­in hófst klukk­an hálf eitt í dag. Há­kon seg­ir að öll hjól­in hafi verið upp­bókuð á einni mín­útu. „Fólk ætl­ar áfram að hreyfa sig,“ seg­ir Há­kon hress í bragði, en í vet­ur og í fyrra hef­ur hjól­reiðadeild­in haldið úti vin­sæl­um hjólaæf­ing­um í Sport­hús­inu, auk þess sem hjólað er úti á sumr­in.

Hákon Hrafn Sigurðsson er yfirþjálfari hjólreiðadeildar Breiðabliks auk þess sem …
Há­kon Hrafn Sig­urðsson er yfirþjálf­ari hjól­reiðadeild­ar Breiðabliks auk þess sem hann er einn öfl­ug­asti þríþrautamaður þjóðar­inn­ar. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Ljóst er að ástund­end­ur hjól­reiða ætla ekki að láta veirufar­ald­ur­inn koma í veg fyr­ir að vera í formi og seg­ir Há­kon að síðustu daga hafi nær all­ir „trainer­ar“ selst upp á land­inu og því sé lík­lega vin­sælt að fá æf­inga­hjól­in sjálf heim til sín meðan fólk sé í sótt­kví.

Um er að ræða svo­kölluð IC8 æf­inga­hjól, en með þeim er hægt að sjá ná­kvæm­lega æf­inga­álagið í wött­um og skrá það niður, auk þess að hægt er að tengja þau beint við hjóla­tölvu­leiki eins og Zwift sem hafa notið mik­illa vin­sælda und­an­far­in ár, ekki síst nú þegar far­ald­ur­inn geng­ur yfir.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman