Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi?

Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi?
Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi? Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Jon Bon Jovi ætl­ar að semja lag með heims­byggðinni um hvernig við tök­umst á við kór­ónu­veiru heims­far­ald­ur­inn. Bon Jovi tók upp fyrsta er­indið í lag­inu og biður nú um sög­ur um hvaða áhrif heims­far­ald­ur­inn hef­ur á aðdá­end­ur hans.

Hug­mynd­in að lag­inu kom til hans þegar hann bauð sig fram sem sjálf­boðaliða í JBJ Soul Kitchen. Hann var að vaska upp þegar ein­hver tók mynd af hon­um. Hann fékk mynd­ina og birti á In­sta­gram með lín­un­um „If you can't do what you do, do what you can.“

Hér fyr­ir neðan get­ur þú hlustað á fyrstu lín­urn­ar í lagi Bon Jovi og í at­huga­semda­kerf­inu lagt til hug­mynd að næsta er­indi. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman