Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi ætlar að semja lag með heimsbyggðinni um hvernig við tökumst á við kórónuveiru heimsfaraldurinn. Bon Jovi tók upp fyrsta erindið í laginu og biður nú um sögur um hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur á aðdáendur hans.
Hugmyndin að laginu kom til hans þegar hann bauð sig fram sem sjálfboðaliða í JBJ Soul Kitchen. Hann var að vaska upp þegar einhver tók mynd af honum. Hann fékk myndina og birti á Instagram með línunum „If you can't do what you do, do what you can.“
Hér fyrir neðan getur þú hlustað á fyrstu línurnar í lagi Bon Jovi og í athugasemdakerfinu lagt til hugmynd að næsta erindi.
View this post on InstagramA post shared by Jon Bon Jovi (@jonbonjovi) on Mar 22, 2020 at 6:28pm PDT
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.