Landsliðsmarkvörður á Stiga-sleða

Hannes Þór Halldórsson er 35 ára gamall.
Hannes Þór Halldórsson er 35 ára gamall. mbl.is/Hari

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur hafið birt­ingu mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem um er að ræða æf­ing­ar sem krakk­ar geta fram­kvæmt ein og sér eða í litl­um hóp­um, og hvatn­ing­ar­mynd­bönd þar sem landsliðsfólk hvet­ur iðkend­ur til að halda áfram að hreyfa sig og æfa reglu­lega.

Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á in­sta­gram- og face­booksíðum KSÍ en þau verður einnig að finna á youtu­be-síðu sam­bands­ins. Landsliðsmarkvörður­inn Hann­es Þór Hall­dórs­son hvatti í dag fólk til þess að fara út að hreyfa sig, hvort sem það er í fót­bolta eða bara út að ganga.

Hann­es er samn­ings­bund­inn Val í úr­vals­deild karla, Pepsi Max-deild­inni en KSÍ til­kynnti um miðjan mars að öll­um leikj­um á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu yrði af­lýst. Hann­es skellti sér ásamt fjöl­skyldu sinni í göngu­túr og þá lék landsliðsmaður­inn list­ir sýn­ar á Stiga-sleða sem er í miklu upp­á­haldi hjá yngri kyn­slóðinni.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman