Samherji selur sig niður fyrir yfirtökumörk

Samherji hefur ákveðið að selja 3,05% hlut í Eimskip, sem …
Samherji hefur ákveðið að selja 3,05% hlut í Eimskip, sem er jafn stór hlutur og félagið keypti nýverið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­herji hold­ing ehf., syst­ur­fé­lag Sam­herja hf., til­kynnti Kaup­höll­inni í morg­un að fé­lagið myndi draga úr stöðu sinni í Eim­skip og fé­lagið myndi mun sitja uppi með 27,06% í Eim­skip eft­ir söl­una. Gengi hluta­bréfa Eim­skips féllu nokkuð við opn­un markaða í dag en tók svo aðeins við sér, en gengi þeirra hef­ur fallið um 5,7% eins og staðan er klukk­an 13:30.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Sam­herji hefði fest kaup á 3,05% hluta­fé í Eim­skip og að eign­ar­hlut­ur þess væri orðinn 30,11%, en með því myndaðist yf­ir­töku­skylda. Sam­herji hef­ur með ákvörðun sinni ákveðið að selja jafn stór­an hluta, 3,05%, og keypt­ur var fyr­ir tæp­um tveim vik­um.

Á föstu­dag var sagt frá því að Sam­herji hef­ur sent fjár­mála­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands beiðni um und­anþágu frá yf­ir­töku­skyldu sem verður til þegar eign­ar­hlut­ur fer yfir 30%. Fram kom í beiðni Sam­herja að vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hefði mynd­ast for­dæma­laus­ar aðstæður sem hafa skapað veru­lega óvissu.

Mál­in í vinnslu

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, kveðst í sam­tali við 200 míl­ur ekki geta sagt meira um söl­una og yf­ir­töku­skyld­una að svo stöddu annað en að mál­in séu í vinnslu og að ákvörðun hafi verið tek­in um að selja sig niður fyr­ir yf­ir­töku­mörk­in.

Spurður um hver staðan sé hjá Sam­herja nú, þar sem sam­drátt­ur hef­ur verið hjá fleiri fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi í kjöl­far út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, svar­ar hann að ein­hver sam­drátt­ur hafi verið hjá fyr­ir­tæk­inu. „Þetta er auðvitað bara for­dæma­laust og stýr­ing­in er bara frá degi til dags. Það er hjá okk­ur, eins og hjá öll­um, óvissa sem er mesti óvin­ur rekstr­ar.“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja.
Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja. mbl.is/​​Hari
mbl.is