Vel merkt í sóttkví

KH vinnuföt framleiddu vestin sem eru með skýr skilaboð um …
KH vinnuföt framleiddu vestin sem eru með skýr skilaboð um fjarlægð milli fólks.

Hjón­in Fjölv­ar Darri Rafns­son og Anna Linda Magnús­dótt­ir fengu á dög­un­um hug­mynd að nýrri teg­und gulra ör­ygg­is­vesta, en vest­in eru með áletr­un­ina: Í sótt­kví - 2 metr­ar. Eiga vest­in að tryggja rétta fjar­lægð milli fólks nú á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. 

Vest­in hafa selst vel hjá net­versl­un­inni Heim­kaup.is en sala hófst í síðustu viku. Guðmund­ur Magna­son fram­kvæmda­stjóri Heim­kaupa seg­ir að vest­in hafi verið vin­sæl meðal göngu- og hlaupa­hópa. 

Ekki koma nær en tvo metra.
Ekki koma nær en tvo metra.

Hug­mynd­in kviknaði þegar þau Fjölv­ar og Anna voru heima í sótt­kví eft­ir hjóla­ferð til Kana­ríeyja með 32 öðrum aðilum á veg­um Kar­en­ar Ax­els­dótt­ur og Ágústu Eddu Björns­dótt­ur í Hreyf­ingu, en hóp­ur­inn fór all­ur í sótt­kví við heim­komu. 

„Við lét­um fram­leiða vest­in og setja þau í sölu á Heim­kaup.is. Við vilj­um með þessu létta fólki sem er í sótt­kví lífið þannig að það geti fari út að hreyfa sig vel merkt. Vest­in hafa verið mjög vin­sæl hjá okk­ur," seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að vest­in kosti 2.490 kr. stykkið á Heim­kaup.is sem sé nán­ast kostnaðar­verð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman