„Oft kemur grátur eftir skellihlátur“

Edda Björgvins heldur örfyrirlestur í dag.
Edda Björgvins heldur örfyrirlestur í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir

Leik­kon­an Edda Björg­vins­dótt­ir seg­ir að á tím­um sem þess­um sé gríðarlega mik­il­vægt að finna það sem er spaugi­legt, skemmti­legt og fal­legt. Í há­deg­inu held­ur hún fyr­ir­lest­ur í sam­starfi við End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands um hvernig megi nýta húm­or­inn, gleðina og kær­leik­ann til að gera þessa skrítnu tíma sem við lif­um á bæri­legri. Fyr­ir­lestr­in­um er streymt beint á Face­book og er öll­um að kostnaðarlausu. 

Hún seg­ir mik­il­vægt að fólk leyfi sér að upp­lifa all­ar til­finn­ing­ar í þessu ástandi og en að fólk eigi að æfa sig í að finna það sem er skemmti­legt og fal­legt. 

„Ég læt það alltaf fylgja með að þetta er ekki dags­skip­an. Fólk verður að fá að deila til­finn­ing­um sín­um, hvort sem það er sorg, ótti eða kvíði. En fólk á ekki að dvelja í harm­in­um og það er það sem ég vil ein­blína á, hvernig við get­um farið úr sorg­inni og ótt­an­um yfir í gleðina,“ seg­ir Edda í sam­tali við mbl.is. 

„Ég segi nú bara eins og amma mín sagði, „oft kem­ur grát­ur eft­ir skelli­hlát­ur“. Og það er það sem þetta snýst um. Hún seg­ir það 100% eðli­legt að hver ein­asta mann­eskja upp­lifi sár­ar til­finn­ing­ar, ótta og kvíða með reglu­legu milli­bili. „En það sem er svo hættu­legt er að dvelja í því 24 tíma sól­ar­hrings­ins,“ seg­ir Edda. 

Hún seg­ir að fólk eigi að vera dug­legt að finna eitt­hvað skemmti­legt og bros­legt til að hlæja að og bend­ir meðal ann­ars á að fólk geti nýtt sér tækn­ina til þess. Edda hef­ur skemmt ís­lensku þjóðinni í hinu ýmsu skemmti­efni í gegn­um ára­tug­ina. Á vefsíðunni henn­ar Edda­björg­vins.is má ein­mitt finna fullt af efni sem hún hef­ur leikið í, ekki bara kvik­mynd­ir og þætt­ir held­ur einnig ára­móta­s­kaup.  

Erfitt ástand fyr­ir skemmtikrafta og ein­yrkja

Ástandið í þjóðfé­lag­inu í dag er ein­stak­lega erfitt fyr­ir skemmtikrafta. Hert sam­komu­bann hef­ur haft þau áhrif að flest­ir skemmtikraft­ar eru at­vinnu­laus­ir. Edda seg­ist fara niður á hnén á hverj­um degi og þakka fyr­ir að hún sé fa­stráðin hjá Borg­ar­leik­hús­inu. 

„Það eru marg­ir að upp­lifa af­komuótta um þess­ar mund­ir. All­ir skemmtikraft­arn­ir sem ég elska eru at­vinnu­laus­ir núna. Það var allt fellt niður. Það er yf­ir­leitt mikið að gera hjá skemmti­kröft­um þessa mánuðina og marg­ir sem nýta þá til að safna fyr­ir mögru tím­un­um. Ég las þó góðar frétt­ir um að fólk ætti að hugsa um skemmtikrafta og ein­yrkja um þess­ar mund­ir og ég vona að all­ir hafi fyr­ir skuld­un­um sín­um, mat og geti fram­fleytt sér og fjöl­skyldu sinni,“ seg­ir Edda.

Breyt­ir lík­ams­starf­sem­inni að hlæja

Edda seg­ir það vera lífs­nauðsyn­legt að hlæja og það geti breytt lík­ams­starf­sem­inni þegar gleði horm­ón­arn­ir flæði um lík­amann.

„Að dansa og syngja eins og brjálæðing­ur við eitt lag, í kannski 3 mín­út­ur ger­ir næst­um því jafn mikið gagn fyr­ir lík­amann og að fara út að hlaupa í 20 mín­út­ur,“ seg­ir Edda. Hún bæt­ir við að þegar við sjá­um það skemmti­lega við lífið erum við mun bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við það erfiða. 

„Það eru erfiðir tím­ar framund­an. Það er búið að segja okk­ur það. Þess vegna er svo mik­il­vægt að við séum í stakk búin til þess að tak­ast á við þá,“ seg­ir Edda. 

Hún seg­ist finna fyr­ir mikl­um sam­hug í sam­fé­lag­inu og að all­ir séu að reyna að gera eitt­hvað til að bæta ástandið. „Þarna bara sann­ast að Íslend­ing­ar eru ein­stak­ir með það að hjálp­ast að. Við erum ein­stök þjóð.“

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman