Viðburðir á netinu hjá Hljómahöll og Rokksafni

Ásgeir er á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram.
Ásgeir er á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram. Ljósmynd/Aðsend

Hljóma­höll og Rokksafn Íslands hafa ákveðið að bjóða lands­mönn­um upp á ýmsa tón­list­artengda viðburði í gegn­um streymi á net­inu á þess­um óvissu­tím­um. 

Fyrst gest­ir kom­ast ekki á tón­leika í Hljóma­höll og loka þarf Rokksafni Íslands þá geta gest­ir kíkt í ra­f­ræna heim­sókn á næstu vik­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Boðið verður upp á bein­ar út­send­ing­ar frá tón­leik­um í Hljóma­höll þar sem fram koma Ásgeir, Moses Hightower, GDRN og Hjálm­ar. Þá fær Rokksafn Íslands í heim­sókn þá Pál Óskar og Björg­vin Hall­dórs­son sem munu leyfa áhorf­end­um að skyggn­ast á bak við tjöld­in við gerð sýn­ing­anna sem gerðar voru um þá á Rokksafni Íslands.

Einnig verður boðið upp á að taka þátt í Popppunkti um popp- og rokk­sögu Íslands með Dr. Gunna í gegn­um Kahoot í beinni á net­inu.

Tón­leika­dag­skrá í beinni út­send­ingu á Face­book-síðu Hljóma­hall­ar:

Ásgeir – 26. mars kl. 20:00

Moses Hightower – 2. apríl kl. 20:00

GDRN – 7. apríl – kl. 20:00

Hjálm­ar - 16. apríl - kl. 20:00

Popppunkt­ur með Dr. Gunna:

27. mars kl. 14:00

3. apríl kl. 14:00

Heim­sókn­ir frá Páli Óskari og Björg­vini Hall­dórs­syni:

Dag­setn­ing­ar verða til­kynnt­ar inn­an tíðar.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman