Skímó bjargar þjóðinni með nýju lagi

Nýtt lag með Skímó kemur út á morgun.
Nýtt lag með Skímó kemur út á morgun. Ljósmynd/Golli

Hljóm­sveit­in Skíta­mórall senda frá sér nýtt lag á morg­un, fimmtu­dag. Hljóm­sveit­in hef­ur ekki sent frá sér nýtt lag um nokk­urt skeið og því er nýtt ekta Skímó lag ein­mitt það sem þjóðin þarf á þess­um skrítnu tím­um. 

Lagið kem­ur inn á all­ar helstu efn­isveit­ur á morg­un. 

„Við erum bún­ir að vera að reyna að semja og út­setja inn í tíðarand­ann en til að ná því fram þarf stund­um að fórna gamla hljómn­um eða göml­um element­um,“ seg­ir Hebbi Viðars bassa­leik­ari sem er höf­und­ur lags­ins. „Svo bara fór­um við að leita aft­ur í gamla hljóm­inn okk­ar og leituðum af þeim þátt­um sem drógu hlust­end­ur til okk­ar í upp­hafi,“ seg­ir Hebbi. 

Lagið sem kem­ur út á morg­un heit­ir „Aldrei ein“ og er al­veg hrein­ræktað Skíta­mór­als lag. Fyr­ir þá sem þekkja sveit­ina vel og henn­ar verk minn­ir lagið á lög­in af plöt­unni „Ná­kvæm­lega“ sem kom út vorið 1998.

Vign­ir Snær Vig­fús­son stjórnaði upp­tök­um af lag­inu en sveit­in hef­ur unnið heil­mikið með hon­um í gegn­um tíðina.

„Það er allt löðrandi í gamla Skíta­móral í þessu lagi og maður fer bara í hug­an­um í sveita­ball, sér fyr­ir sér sum­ar, sól og betri tíð með blóm í haga, bara ákúrat það sem þjóðin þarfn­ast núna! Maður sér jafn­vel fyr­ir sér dal­inn taka und­ir“ seg­ir Addi Fann­ar.

Text­inn við nýja lagið er eft­ir Val Arn­ars­son æsku­vin strák­ana frá Sel­fossi og inn­takið er að þrátt fyr­ir að við séum öll ein­stök erum við langt frá því að vera ein, sam­an erum við ein heild.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman