Fílar eru einstaklega áhugaverð dýr, sérstaklega í sínu náttúrulega umhverfi. Í Anantara Golden Triangle Elephant Camp í Taílandi er hægt að fylgjast með fílum allan sólarhringinn og jafnvel gista við hlið þeirra.
Á svæðinu eru tvær gegnsæjar kúlur sem ferðamenn geta bókað yfir nótt. Þær eru staðsettar inni á svæði þar sem þrír fílar búa. Gestir geta dvalið í kúlunum og fylgst með fílunum við leik og störf.
Nálægt kúlunum eru allskonar „leikföng“ sem fílarnir sækja í. Þeir eyða þó mestum tíma sólarhringsins í að borða. Fílar eru stórir og ekki hljóðlát dýr, það gæti því verið að ekki mikill svefnfriður sé fyrir þeim.
Nóttin í kúlunum er ekki ódýr, en hún kostar 17.700 baht eða um 75 þúsund íslenskar krónur fyrir tvo. Upplifunin er þó eflaust hverrar krónu virði enda ekki á hverjum degi sem maður fær að fylgjast með fílum óáreittum í frumskóginum.
Ekki er leyfilegt að fara út úr kúlunum á meðan dvölinni stendur og ekki er leyfilegt að gefa þeim að borða.
View this post on InstagramA post shared by Anantara Golden Triangle (@anantara_goldentriangle) on Feb 27, 2020 at 9:25am PST