Sofðu við hlið fíla í Taílandi

Gistu í frumskógum Taílands með fílum.
Gistu í frumskógum Taílands með fílum. Skjáskot/Instagram

Fíl­ar eru ein­stak­lega áhuga­verð dýr, sér­stak­lega í sínu nátt­úru­lega um­hverfi. Í An­ant­ara Gold­en Triangle Elephant Camp í Taílandi er hægt að fylgj­ast með fíl­um all­an sól­ar­hring­inn og jafn­vel gista við hlið þeirra. 

Á svæðinu eru tvær gegn­sæj­ar kúl­ur sem ferðamenn geta bókað yfir nótt. Þær eru staðsett­ar inni á svæði þar sem þrír fíl­ar búa. Gest­ir geta dvalið í kúl­un­um og fylgst með fíl­un­um við leik og störf. 

Ná­lægt kúl­un­um eru allskon­ar „leik­föng“ sem fíl­arn­ir sækja í. Þeir eyða þó mest­um tíma sól­ar­hrings­ins í að borða. Fíl­ar eru stór­ir og ekki hljóðlát dýr, það gæti því verið að ekki mik­ill svefnfriður sé fyr­ir þeim. 

Nótt­in í kúl­un­um er ekki ódýr, en hún kost­ar 17.700 baht eða um 75 þúsund ís­lensk­ar krón­ur fyr­ir tvo. Upp­lif­un­in er þó ef­laust hverr­ar krónu virði enda ekki á hverj­um degi sem maður fær að fylgj­ast með fíl­um óáreitt­um í frum­skóg­in­um.

Ekki er leyfi­legt að fara út úr kúl­un­um á meðan dvöl­inni stend­ur og ekki er leyfi­legt að gefa þeim að borða. 

mbl.is