Afþakkar laun frá knattspyrnudeildinni - vill gefa til baka

Milan Stefán Jankovic við undirritun samnings hjá Grindvíkingum.
Milan Stefán Jankovic við undirritun samnings hjá Grindvíkingum. Ljósmynd/Grindavík

Mil­an Stefán Jan­kovic, yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Grind­vík­ing­um, ætl­ar ekki að þiggja laun frá fé­lag­inu næsta mánuðinn vegna kór­ónu­veirunn­ar sem set­ur strik sitt í reikn­ing­inn hjá fjöl­mörg­um íþrótta­fé­lög­um um þess­ar mund­ir.

Mil­an Stefán sneri aft­ur til Grinda­vík­ur í vet­ur eft­ir að hafa verið aðstoðarþjálf­ari Kefl­vík­inga á síðasta tíma­bili. Hann hef­ur ann­ars verið meira og minna í röðum Grind­vík­inga frá því hann kom fyrst til lands­ins sem leikmaður árið 1992 og sett­ist að í bæj­ar­fé­lag­inu.

Mil­an Stefán, eða Jan­ko eins og hann er oft­ast kallaður, hef­ur verið bú­sett­ur á land­inu í 28 ár og verður sex­tug­ur í næsta mánuði. Hann lék með Grinda­vík frá 1992 til 1998 og hef­ur síðan þjálfað hjá fé­lag­inu um ára­bil, var aðalþjálf­ari meist­ara­flokks karla 1999 til 2001, aft­ur á ár­un­um 2005 til 2009 og 2013 til 2014, en hef­ur þar fyr­ir utan verið yfirþjálf­ari og séð um yngri flokka fé­lags­ins.

Frá þessu er greint á Face­book-síðu knatt­spyrnu­deild­ar Grinda­vík­ur og þar seg­ir:

Við hjá knatt­spyrnu­deild­inni erum eins og aðrir Íslend­ing­ar sem eru með æf­ing­ar í hópíþrótt­um, bara "on hold" í þessu blessaða Covid 19 ástandi. Það þýðir eng­ar æf­ing­ar í heil­an mánuð hjá okk­ur sem þýðir eng­in verk­efni fyr­ir hvorki þjálf­ara né leik­menn og alls óvíst hvort út­spil rík­is­stjórn­ar­inn­ar nái yfir hluta­störf, sem þjálf­ara­störf eru í lang flest­um til­fell­um.

Við höf­um aldrei upp­lifað svona ástand áður. Það eru mörg íþrótta­fé­lög á Íslandi að tapa mikið af sín­um fjár­öflunum og fá víða nei­kvæð svör þegar þau leita eft­ir styrkj­um þ.a þetta ár og jafn­vel næsta gæti orðið mörg­um fé­lög­um erfitt. Fé­lög­in búin að gera samn­inga og marg­ir lengri en ein­göngu þetta ár.

Aðal er­indi þessa þráðs snýst samt um Mil­an Stefán Jan­kovic, yf­ir­mann knatt­spyrnu­mála hjá okk­ur, sem er að bregðast við þessu ástandi. Hann hafði sam­band við okk­ur að fyrra bragði og til­kynnti okk­ur það að hann ætlaði ekki að þiggja laun frá 15. mars til 15. apríl frá fé­lag­inu. Fé­lagið hafi hjálpað hon­um mikið í gegn­um tíðina og hann vill gefa til baka.

Við kunn­um mikið að meta svona frum­kvæði og þökk­um Jan­ko mikið vel fyr­ir ör­lætið.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman