Úr 30 stiga hita í 3 metra snjó

Jónas Jóhannsson íhugar í pottinum og virðir fyrir sér skaflana …
Jónas Jóhannsson íhugar í pottinum og virðir fyrir sér skaflana á tíunda degi í sóttkví. Ljósmynd/Tobba Þorfinns

Hjón­in Jón­as Jó­hanns­son og Þor­björg Þorfinns­dótt­ir á Þórs­höfn á Langa­nesi fengu held­ur bet­ur að finna fyr­ir and­stæðum í veðurfari er þau komu heim til Þórs­hafn­ar eft­ir frí í 30 stiga hita á Kana­ríeyj­um fyr­ir nokkr­um dög­um. 

Leiðin heim til Þórs­hafn­ar var löng og ströng en gekk vel þrátt fyr­ir mikla ófærð á leiðinni og óveður á Hóla­heiði. Mikið fann­fergi er á Þórs­höfn og var húsið þeirra grafið und­ir snjó við heim­kom­una. 

„Þegar við kom­um heim um miðja nótt upp­götvuðum við okk­ur til mik­ill­ar gleði að vin­ir okk­ar voru bún­ir að grafa göng fyr­ir okk­ur að hús­inu. Við vor­um ofboðslega þakk­lát og feg­in. Við hefðum lík­lega ekki haft það af að grafa okk­ur inn í húsið eft­ir þessa erfiðu ferð,“ seg­ir Þor­björg, eða Tobba eins og hún er alltaf kölluð. „Við hefðum frek­ar sofið í bíln­um.“

Göngin aðeins farin að síga og þakið á þeim hefur …
Göng­in aðeins far­in að síga og þakið á þeim hef­ur fallið niður. Ljós­mynd/​Tobba Þorfinns

Hjón­in máttu eng­an hitta því þau þurftu að fara beint í sótt­kví eins og aðrir sem koma að utan. Eft­ir nokkra daga í sótt­kví dreif Jón­as í því að grafa önn­ur göng og nú að heita pott­in­um en snjólagið yfir hon­um var á þriðja metra.

„Við óttuðumst að pott­ur­inn væri ónýt­ur und­ir þessu hlassi, en nei, nei, hann mal­ar eins og kött­ur og held­ur sér heit­um,“ seg­ir Tobba. Hún seg­ir að lífið gangi að mestu leyti sinn vana­gang hjá þeim þrátt fyr­ir snjóa­lög og sótt­kví, þau hafi nóg að gera og að tím­inn líði hratt. Og að hvergi sé betra að slaka á en í heita pott­in­um þó út­sýnið úr hon­um sé af skorn­um skammti.

Snjórinn náði upp fyrir þak en vinir þeirra hjóna höfðu …
Snjór­inn náði upp fyr­ir þak en vin­ir þeirra hjóna höfðu grafið göng að hús­inu svo þau kæm­ust inn. Ljós­mynd/​Tobba Þorfinns
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman