„Við erum að búa í haginn með frumkvöðlastarfi“

Rækjuvinnsla Hólmadrangs er sögð hátækniiðnaður.
Rækjuvinnsla Hólmadrangs er sögð hátækniiðnaður. Ljósmynd/Samherji

„Rækjuiðnaður­inn er há­tækniiðnaður og Hólma­drang­ur er tækni­lega full­kom­in rækju­vinnsla á Hólma­vík,“ seg­ir á vef Sam­herja í til­efni af ný­sköp­un­ar­keppni Sjáv­ar­klasa Vest­fjarða og Vest­fjarðar­stofu, „Haf­sjór af hug­mynd­um“.

Rækju­vinnsl­an Hólma­drang­ur, dótt­ur­fé­lag Sam­herja, tek­ur þátt í verk­efn­inu.

Mark­mið keppn­inn­ar er að hvetja starf­andi fyr­ir­tæki, frum­kvöðla og nem­end­ur til ný­sköp­un­ar, skapa ný störf í sjáv­ar­út­vegi á Vest­fjörðum, auka verðmæta­sköp­un í ólík­um grein­um sjáv­ar­út­vegs og bæta nýt­ingu hrá­efn­is.

Fram kem­ur að stjórn­end­ur Hólma­drangs telja að frum­kvöðlastarf sé „lyk­ill­inn að auk­inni verðmæta­sköp­un í rækju­vinnslu, rétt eins og öðrum grein­um sjáv­ar­út­vegs. Þeir líta á verk­efnið sem ákveðið stefnu­mót við framtíðina og binda von­ir við að það leysi úr læðingi sköp­un­ar­kraft sem muni ýta und­ir nýja verðmæta­sköp­un á sviði rækju­vinnslu.“

Frum­kvöðlastarf mik­il­vægt

„Frum­kvöðlastarf er mjög mik­il­vægt þegar það miðar að því að efla nýja at­vinnu­hætti, auka hag­kvæmni og finna leiðir til betri ork­u­nýt­ing­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Við erum að búa í hag­inn með frum­kvöðla­starfi,“ er haft eft­ir Sig­ur­birni Rafni Úlfars­syni, rekstr­ar­stjóra Hólma­drangs.

Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs.
Sig­ur­björn Rafn Úlfars­son, fram­kvæmda­stjóri Hólma­drangs. Ljós­mynd/​Sam­herji

Fyr­ir­tækið á sér langa sögu og hef­ur rækju­vinnsl­an verið rek­in á sama stað í ára­tugi. Hólma­drang­ur er einn af stærstu at­vinnu­rek­end­un­um á Strönd­um og flest­ir starfs­manna hafa lang­an starfs­ald­ur.

Á vef Vest­fjarðar­stofu má nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina. Þar seg­ir að „Haf­sjór af hug­mynd­um“ veit­ir einnig styrki til loka­verk­efna á há­skóla­stigi sem eru á masters- og doktors­stigi. Geta verk­efn­in verið anna nátt­úru- og tækni­grein­um sem og í viðskipta-  og fé­lags­vís­ind­um í tengsl­um við sjáv­ar­út­veg.

mbl.is