Brim kaupir þriðjung í Iceland Pelagic

Mikilvægt sé að styrkja markaðsstöðu íslenskra uppsjávarafurða
Mikilvægt sé að styrkja markaðsstöðu íslenskra uppsjávarafurða mbl.is/Hari

Brim hef­ur gengið frá sam­komu­lagi um kaup á þriðjungs hlut í Ice­land Pelagic ehf., af Ísfé­lagi Vest­manna­eyja og Skinn­ey-Þinga­nesi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Brimi. Aðilar muni eiga jafn­an hlut í Ice­land Pelagic ehf., en fé­lagið er sölu­fyr­ir­tæki sem hef­ur mest selt frosn­ar upp­sjáv­ar­af­urðir á er­lenda markaði, aðallega inn á Aust­ur-Evr­ópu og Afr­íku.

Með kaup­un­um vilji Brim fylkja liði með fleiri fram­leiðend­um ís­lenskra upp­sjáv­ar­af­urða í afurðasölu á er­lenda markaði. Í kjöl­far mik­illa óvissu­tíma er varðar fiski­stofna og rekstr­ar­um­hverfi al­mennt sé mik­il­vægt að styrkja markaðsstöðu ís­lenskra upp­sjáv­ar­af­urða í sí­fellt harðari sam­keppni á er­lend­um mörkuðum. Kaup­in séu gerð með eðli­leg­um fyr­ir­vör­um.

Rekstr­ar­hagnaður fé­lags­ins á ár­inu 2019 var 175 millj­ón­ir og eigið fé í lok árs 480 millj­ón­ir. 

mbl.is