Íslenska flatbakan skorar á Gastro Truck

Valgeir Gunnlaugsson gaf starfsfólki Landspítalans 40 pizzur í hádeginu í …
Valgeir Gunnlaugsson gaf starfsfólki Landspítalans 40 pizzur í hádeginu í dag og hvetur fleiri fyrirtæki til þess að gera það sama. Ljósmynd/Instagram

Skyndi­bitastaður­inn Wok On hef­ur und­an­farna daga gefið einni og einni deild á Land­spít­al­an­um há­deg­is­mat til þess að hjálpa starfs­fólk­inu í gegn­um mikla álags­tíma. Wok On skoraði á Íslensku flat­bök­una að fylgja þessu for­dæmi og pizz­astaður­inn gekk í málið: Í dag fór eig­and­inn með sam­tals 40 pizz­ur og gaf starfs­fólki Covid-19-teym­is­ins á Land­spít­al­an­um að borða.

„Þetta fólk er eins og sagt er í fram­lín­unni hjá okk­ur og álagið er mikið hjá þeim. Það er sjálfsagt núna, þó að mæði líka á okk­ur á veit­inga­stöðunum, að sýna þakk­læti og hjálpa til eins og maður hef­ur tök á,“ seg­ir Val­geir Gunn­laugs­son, eig­andi Íslensku flat­bök­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Af­hend­ing­in gekk smurt fyr­ir sig og Val­geir skilaði pizz­un­um í ör­ygg­is­mót­töku á spít­al­an­um. Svo hafa starfs­menn­irn­ir gert sér glaðan dag, alltént að því marki sem dag­ar þeirra verða glaðir nú um stund­ir.

Val­geir rétt­ir kyndil­inn áfram og skor­ar á Gastro Truck að fara með mat til starfs­fólks­ins. Nú er að sjá hvernig Gastro Truck bregst við, en Val­geir von­ast til þess að keðja mynd­ist og fyr­ir­tæki geti þannig lagt sitt af mörk­um til fram­lín­unn­ar. Áskor­un­in er ágæt leið til þess að knýja á um slíkt.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman