Krúttlegir kálfar í beinni útsendingu

00:00
00:00

Advania held­ur úti beinni út­send­ingu af Mosa og Burkna, tveggja mánaða göml­um kálf­um sem eru ný­komn­ir í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinn. Þar sem garður­inn er lokaður af aug­ljós­um ástæðum, er þetta leið fyr­ir börn­in að fylgj­ast með dýr­un­um.

Kálfana má þekkja í sundur á því að Mosi er …
Kálf­ana má þekkja í sund­ur á því að Mosi er með svart­ar gran­ir en Burkni með rauðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hægt er að fylgj­ast með þeim at­hafna sig hér á Hægvarpi Advania en þegar þegar þessi frétt er skrifuð eru þeir að fá sér síðdeg­islúr.

Eins og seg­ir í til­kynn­ingu frá Advania, er vorið líf­leg­asti tím­inn í Hús­dýrag­arðinum og von á fjölg­un hjá flest­um hús­dýr­anna, enda hef­ur nátt­úr­an sinn vana­gang þó gest­um sé ekki heim­ilt að heim­sækja garðinn.

Bræðurn­ir Mosi og Burkni eru af bæn­um Bakka á Kjal­ar­nesi, en bænd­urn­ir þar gefa garðinum kálf á hverju ári. Kálfarn­ir fá þessa dag­ana að fara út á morgn­ana á meðan fjósið er þrifið og þeim er gef­in mjólk nokkr­um sinn­um á sól­ar­hring.





mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman