Nauðsynlegt að hugsa um líkamann og sjálfan sig

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, landsliðsfyr­irliði karla í knatt­spyrnu, send­ir lands­mönn­um skila­boð á Face­book-síðu Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands frá Kat­ar þar sem hann er bú­sett­ur og leik­ur með liði Al-Ar­abi.

Þar hvet­ur Aron iðkend­ur í fót­bolta sem og alla Íslend­inga til þess að hreyfa sig, jafn­vel þótt ekki væri um að ræða meira en tíu mín­útna göngu­túr.

„Þetta eru erfiðir tím­ar og það er nauðsyn­legt að hugsa um lík­amann og sjálf­an sig,“ seg­ir Aron Ein­ar sem að öllu eðli­legu hefði leikið með landsliði Íslands gegn Rúm­en­íu á Laug­ar­dals­vell­in­um í gær­kvöld, í um­spil­inu fyr­ir EM, sem hins veg­ar var frestað fram í júní vegna kór­ónu­veirunn­ar.



mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman