Sævar Helgi og Elín Björk í Kúltúr

Safnahús Kópavogs.
Safnahús Kópavogs. mbl.is/Golli

Í Kúltúr klukk­an 13 í dag, föstu­dag­inn 27. mars, munu Sæv­ar Helgi Braga­son, jarðfræðing­ur og vís­inda­miðlari, og Elín Björk Jón­as­dótt­ir veður­fræðing­ur spjalla um lofts­lags­mál, loft­gæðamál, veður og veir­ur á Nátt­úru­fræðistofu Kópa­vogs.

Hver er mun­ur­inn á lofts­lags­mál­um og loft­gæðamál­um? Hvaða áhrif virðist yf­ir­stand­andi COVID-19-heims­far­ald­ur vera að hafa á lofts­lag og loft­gæði um víða ver­öld og hver gæti sú þróun mögu­lega orðið til framtíðar litið?“ eru meðal þeirra spurn­inga sem Sæv­ar og Elín munu leit­ast við að svara.

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, og Elín Björk Jónsdóttir …
Sæv­ar Helgi Braga­son, jarðfræðing­ur og vís­inda­miðlari, og Elín Björk Jóns­dótt­ir veður­fræðing­ur.

Þar sem Menn­ing­ar­hús­in í Kópa­vogi eru öll lokuð fyr­ir gest­um og öll­um viðburðum verið frestað þá var ákveðið að finna nýja leið til að færa Kópa­vogs­bú­um og allri þjóðinni ólíka menn­ing­ar­viðburði heim í stofu. Kúltúr klukk­an 13 verður alla mánu­daga, miðviku­daga og föstu­daga og eru nú þegar 24 lista- og fræðimenn bún­ir að staðfesta þátt­töku sína í þessu skemmti­lega verk­efni.

Stund­in send­ir út Kúltúr klukk­an 13.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman