Tár á hvarmi sumra eftir sönginn

mbl.is/Eggert

Söng­hóp­ur­inn Ló­urn­ar kom við fyr­ir utan hjúkr­un­ar­heim­ilið Mörk, stillti sér upp á göngu­stígn­um og söng fyr­ir heim­il­is­fólk, sem sat úti á svöl­um dúðað í hlý föt og vaf­in í teppi.

Á vef Merk­ur kem­ur fram að söng­hóp­ur­inn hafi slegið í gegn. Heim­il­is­menn hafi tekið hressi­lega und­ir og jafn­vel sést tár á hvarmi sumra, svo mik­il hafi gleðin verið að heyra söng­inn.

mbl.is/​Eggert

Ragn­hild­ur G. Hjart­ar­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fram­kvæmda­stjóri, seg­ir heim­ilið í skrýt­inni biðstöðu og að þar sé þakkað fyr­ir hvern dag og viku sem líður hjá án þess að óvær­an ber­ist í hús.

„Enn hef­ur ekk­ert smit greinst hjá okk­ur og heim­il­is­menn eru við góða heilsu og er það mik­il bless­un,“ seg­ir hún á vef heim­il­is­ins.

mbl.is/​Eggert

„Dag­lega för­um við yfir stöðuna og verk­ferla og ger­um end­ur­bæt­ur þar sem þess þarf. Starfs­fólk í eld­húsi og í ræst­ingu hef­ur verið skipt í tvö teymi til að minnka lík­urn­ar á að missa þau öll út í einu. Búið er að loka hár­greiðslu- og fótaaðgerðar­stofu en starfs­fólk sýn­ir list­ir sín­ar í að setja rúll­ur og blása hár og allt er gert með gleði í hjarta og með hags­muni heim­il­is­manna að leiðarljósi.“

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman