Fjölskyldumyndir nú með íþróttalinsu

Rakel fer á milli heimila og tekur allt frá óhefðbundnum …
Rakel fer á milli heimila og tekur allt frá óhefðbundnum fjölskyldumyndum að portrettmyndum þvert yfir hraðbrautir. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Eins og ljós­mynd­ar­ar þekkja þarf oft að fara í und­ar­leg­ar stell­ing­ar til þess að ná hinni full­komnu mynd. Nú þegar öll heims­byggðin er föst í und­ar­leg­um stell­ing­um er því lag að taka hverja full­komnu mynd­ina á fæt­ur ann­arri.

Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir ljós­mynd­ari sæt­ir lagi og hef­ur síðustu daga staðið í væg­ast sagt óhefðbundn­um mynda­tök­um. Í vik­unni smellti hún til dæm­is íþróttal­ins­unni á vél­ina og tók portrett­mynd þvert yfir Bú­staðaveg­inn.

Öll verk­efni Rakel­ar þurrkuðust út af borðinu vegna far­ald­urs­ins. Hún tók því mál­in í eig­in hend­ur og hef­ur verið að mynda fólk á heim­il­um sín­um, ým­ist í ein­angr­un, sótt­kví eða á ann­an hátt í óvenju­leg­um aðstæðum.

„Þetta er fyrst og fremst heim­ilda­öfl­un hjá mér. Mér finnst bara skipta máli að skrá­setja þetta ástand,“ seg­ir Rakel. Þó að þetta geti verið skrýtið meðan á mynda­tök­unni stend­ur seg­ir Rakel að heim­ild­in verði ómet­an­leg þegar fram líða stund­ir, enda væg­ast sagt óeðli­leg­ar aðstæður, að vera inni­lokaður í fjór­tán sól­ar­hringa eða leng­ur á heim­ili sínu. Það get­ur líka verið mik­ils­vert að halda í erfiðar minn­ing­ar ef hætta er á ferð vegna sjúk­dóms­ins.

Rakel segir listræna ögrun fólgna í breyttum aðstæðum, enda ýmislegt …
Rakel seg­ir list­ræna ögr­un fólgna í breytt­um aðstæðum, enda ým­is­legt sem þarf að hugsa upp á nýtt þegar bein sam­skipti eru óæski­leg. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir

Sum­ir eru að sögn Rakel­ar spennt­ir að vera myndaðir í þess­um aðstæðum en aðrir kunna ekki við það, einkum vegna ým­issa aðstæðna til dæm­is inn­an fjöl­býl­is, þar sem smit­hræðsla hef­ur gripið um sig. Hún tel­ur þó að eft­ir því sem far­ald­ur­inn breiðir úr sér verði tabú­inu aflétt smám sam­an og fleiri verði til­bún­ir að láta mynda sig.

Sjálf er Rakel með þrjú börn en reyn­ir eft­ir föng­um að bregða sér í verk­efni hingað og þangað, og vilji svo verða koma börn­in með og telja bangsa á meðan. Þetta er ástríðuverk­efni, ákveðin list­ræn ögr­un, þar sem breytt­ar aðstæður kalla á breytt vinnu­brögð. Hún er með alla anga úti í leit að áhuga­verðum verk­efn­um af þess­um toga og þigg­ur ábend­ing­ar fagn­andi í net­fang­inu rakel@rake­losk.com.

View this post on In­sta­gram

Við lif­um væg­ast sagt á óvenju­leg­um tím­um og nú er það fjar­lægðin sem sam­ein­ar okk­ur. Von­andi kom­umst við yfir þetta ástand sem fyrst og lít­um þá hver­dags­leik­ann okk­ar aðeins öðrum aug­um en áður, með enn meira þakk­læti og ná­ungakær­leika. Þessi fjöl­skylda er með COVID-19 og því í ein­angr­un. En þar sem all­ir eru sam­an get­ur þetta líka verið kær­komið til­efni fyr­ir fjöl­skyldu­mynda­töku. Góðan bata öll! These are strange times indeed and now it’s the dist­ance between us that brings us toget­her. Hopefully we’ll get over this soon and possi­bly then percei­ving the little things of everyday life in a dif­f­erent lig­ht than before, with even more gra­titu­de and love for our fellow people. This family tested positi­ve for Covid-19 and is th­erefore is isolati­on. But with everyo­ne toget­her in the same place for a consi­dera­ble amount of time this can also be a nice opport­unity for a family portrait. Wis­hing everyo­ne a spee­dy reco­very! #covid19 #corona­virus #isolati­on #family #familyportrait #everydaylittlet­hings #thelittlet­hings

A post shared by Rakel • photograp­her • Ice­land (@rakelp­hoto) on Mar 23, 2020 at 7:44am PDT

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman