Silfurröndin

Logi Bergmann
Logi Bergmann

Logi Berg­mann Eiðsson skrif­ar pistla í sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. Hér er pist­ill helgar­inn­ar

Í ensku er til hug­tak sem heit­ir silf­urrönd (sil­ver lin­ing). Það kom fyrst fyr­ir í ljóði á 17. öld og þýðir í raun að það gæti verið hægt að finna eitt­hvað já­kvætt við at­b­urði sem eru það alls ekki, eða með öðrum orðum: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Ég held að það sé aldrei mik­il­væg­ara en nú að reyna að hugsa á þenn­an hátt.

Ef ég væri svo­kallaður áhrifa­vald­ur þá myndi ég hrinda af stað mik­illi her­ferð þar sem all­ir kæmu fram með ein­hver dæmi um það hvernig við get­um séð bjart­ar hliðar á þessu erfiðu tím­um. Og ég skal byrja.

Fund­ir.

Mér reikn­ast til að ég hafi senni­lega eytt tveim­ur árum ævi minn­ar á fund­um. Fund­um! Senni­lega ein­hverju of­metn­asta fyr­ir­bæri sög­unn­ar. Vissu­lega þarf stund­um að koma sam­an, ræða mál og ákveða, en þetta form sam­skipta er stór­kost­lega of- og mis­notað.

Ég hef alltaf átt erfitt með fundi. Erfitt með að halda at­hygl­inni nógu lengi til að hlusta á fólk tala sem þekk­ir eng­an hljóm feg­urri en sína eig­in rödd. Tala um það sem í stóru mynd­inni skipt­ir engu máli.

Þarna sit­ur maður eins og dæmd­ur og veit að það er ekki nokk­ur leið að koma sér út úr þessu. Maður bít­ur á jaxl­inn og reyn­ir að þrauka og hugsa um eitt­hvað annað. Er ekki bara hægt að setja þetta í tölvu­póst?

Stund­um held ég að fund­ir séu bara haldn­ir til að fólk geti sett eitt­hvað í dag­bók­ina hjá sér. Búið sér til dag­skrá sem geri það að verk­um að það líti út fyr­ir að það sé gasa­lega upp­tekið og al­gjör­lega ómögu­legt að kom­ast af án þess. Til­gang­ur­inn er ekki aðal­atriðið, miklu frek­ar að geta bókað gott fund­ar­her­bergi til að drekka vont kaffi og hlusta á fólk sem hef­ur í raun ekk­ert sér­lega mikið til mál­anna á leggja. Ef þið haldið að lang­ir fund­ir skili ein­hverju ættuð þið kannski að skella ykk­ur á tíu tíma fund í borg­ar­stjórn.

Það eru nokkr­ar týp­ur funda­manna sem mér finnst erfiðast­ar. Þeir sem vilja alltaf tala. Þeir byrja gjarn­an ræður sín­ar á að taka und­ir það sem sá síðasti sagði og helst end­ur­segja það. Þar geta þeir náð sterk­um mín­út­um án þess að koma með neitt frá eig­in brjósti. Þá líður þeim best. Svo finnst þeim gott að fara yfir þekkt­ar staðreynd­ir máls­ins áður en þeir renna í langa sam­an­tekt.

Svo eru þeir sem eru haldn­ir gagna­blæti og vilja helst drekkja öll­um fund­um í allskon­ar skýrsl­um og út­tekt­um og kalla fyr­ir fundi allskon­ar fólk. Þetta fólk er senni­lega með ákvörðun­ar­fælni og ótt­ast ekk­ert meira en að fund­ur­inn kom­ist að raun­veru­legri niður­stöðu. Jafn­vel á þann hátt að það verði ekki bókaðir fleiri fund­ir. Það væri hræðilegt.

Svo eru þeir sem mæta bara á fundi af því þeim er sagt að mæta. Þeir hafa ekk­ert til mál­anna að leggja, hlusta jafn­vel ekk­ert og eru víðsfjarri í hug­an­um. Bíða bara eft­ir að þessi fund­ir klárist svo þeir kom­ist á þann næsta.

En nú er staðan sú að það eru eng­ir fund­ir nema í tölv­unni. Fund­ar­her­berg­in standa auð, löngu ræðurn­ar virka ekk­ert sér­lega vel í fjar­fund­ar­búnaði og smám sam­an virðist það vera að renna upp fyr­ir fólki að kannski séu bara of marg­ir til­gangs­laus­ir fund­ir.

Mögu­lega, þegar allt verður komið í eðli­legt horf, get­um við þá hætt að bregðast við öll­um mál­um með því að bóka fund­ar­her­bergi? Það væri var­an­leg silf­urrönd.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman