Sýnir krökkum átta tækniæfingar með boltann

Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fót­boltamaður­inn Ingólf­ur Sig­urðsson hef­ur birt mynd­skeið þar sem hann sýn­ir átta tækniæf­ing­ar sem hent­ug­ar eru fyr­ir krakka til að æfa sig þar sem þau eru ein með bolta á meðan öll íþrótt­a­starf­semi ligg­ur niðri í land­inu.

„Endi­lega deilið þessu með ung­um leik­mönn­um sem þið þekkið og vilja verða betri,“ seg­ir Ingólf­ur á face­booksíðu sinni og út­skýr­ir æf­ing­arn­ar sem hér seg­ir en mynd­skeiðið er síðan fyr­ir neðan:

Halda á lofti
#1 Vinstri rist, vinstri læri, hægri læri, hægri fót­ur – og öf­ugt til baka
#2 Tvisvar vinstri rist, tvisvar hægri rist
#3 Inn­an­fót­ar – vinstri og hægri til skipt­is
#4 Inn­an­fót­ar og ut­an­fót­ar – nota betri fót

Knattrak
#5 Draga aft­ur fyr­ir sig með hægri, ut­an­fót­ar vinstri, draga aft­ur fyr­ir sig með vinstri, ut­an­fót­ar með hægri
#6 Ut­an­fót­ar hægri, inn­an­fót­ar hægri, ut­an­fót­ar vinstri, inn­an­fót­ar vinstri
#7 Sauma­vél­in aft­ur á bak
#8 Ut­an­fót­ar vinstri, draga til baka vinstri, ut­an­fót­ar hægri, inn­an­fót­ar hægri, draga til baka hægri

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman