Heilu fjölskyldurnar hafa einangrað sig

Skólastarf er mjög takmarkað nú vegna útbreiðslu kórónuveiru.
Skólastarf er mjög takmarkað nú vegna útbreiðslu kórónuveiru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staða þessara barna er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma berast okkur þau tíðindi að foreldrarnir hafi einnig lokað sig af. En þeir segja; ef ég veikist þá höfum við ekkert bakland hér á landi,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til foreldra og barna af erlendum uppruna. Hefur þessi hópur einangrast mjög undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Er svo komið að tekið er að fjara undan tengslum þessara barna við skóla sína. Hafa skólastjórnendur meðal annars lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa í samtölum sínum við Morgunblaðið síðustu daga.

mbl.is