Sea Data Center gagnaveitandi Vinnslustöðvarinnar

Með samvinnunni við Sea Data Center getur Vinnslustöðin borið saman …
Með samvinnunni við Sea Data Center getur Vinnslustöðin borið saman eigin gögn og þróun á mörkuðum. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Sea Data Center mun veita Vinnslustöðinni aðgang að gögnum og greiningum fyrir helstu fisktegundir og afurðir sem Vinnslustöðin framleiðir samkvæmt nýju samkomulagi milli fyrirtækjanna. Með þessum samningi mun Sea Data Center verða aðal gagnaveitandi fyrir Vinnslustöðina, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fram kemur í tilkynningunni að Sea Data Center nýtir hugbúnaðarlausnir sem gerir viðskiptavinum kleift að bera saman nýjustu upplýsingar um framboð og verðþróun sjávarafurða á móti eigin gögnum.

„Með þessum samningi mun VSV fá beinan aðgang að öllum markaðsgögnum sem safnað er af Sea Data Center með fullum sveigjanleika í framsetningu og skýrslugerð, þar með talið aðgang til útbúa eigin skýrslur og staðlað eigin fyrirtækjagögn gagnvart markaðsgögnunum. Þessar upplýsingar geta verið nauðsynlegar til að hámarka afurðaverð.“

mbl.is