Sea Data Center gagnaveitandi Vinnslustöðvarinnar

Með samvinnunni við Sea Data Center getur Vinnslustöðin borið saman …
Með samvinnunni við Sea Data Center getur Vinnslustöðin borið saman eigin gögn og þróun á mörkuðum. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Sea Data Center mun veita Vinnslu­stöðinni aðgang að gögn­um og grein­ing­um fyr­ir helstu fisk­teg­und­ir og afurðir sem Vinnslu­stöðin fram­leiðir sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli fyr­ir­tækj­anna. Með þess­um samn­ingi mun Sea Data Center verða aðal gagna­veit­andi fyr­ir Vinnslu­stöðina, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Sea Data Center nýt­ir hug­búnaðarlausn­ir sem ger­ir viðskipta­vin­um kleift að bera sam­an nýj­ustu upp­lýs­ing­ar um fram­boð og verðþróun sjáv­ar­af­urða á móti eig­in gögn­um.

„Með þess­um samn­ingi mun VSV fá bein­an aðgang að öll­um markaðsgögn­um sem safnað er af Sea Data Center með full­um sveigj­an­leika í fram­setn­ingu og skýrslu­gerð, þar með talið aðgang til út­búa eig­in skýrsl­ur og staðlað eig­in fyr­ir­tækja­gögn gagn­vart markaðsgögn­un­um. Þess­ar upp­lýs­ing­ar geta verið nauðsyn­leg­ar til að há­marka afurðaverð.“

mbl.is