Sýnir mikilvægi útflutningsdrifins hagvaxtar

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir íþyngjandi skattheimtu geta …
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir íþyngjandi skattheimtu geta haft neikvæð langtímaáhrif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umræðan um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg er ólík umræðunni um flest­ar aðrar at­vinnu­grein­ar. Hún lit­ast af deil­um um allt frá grunn­for­send­um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins; hvernig kvót­an­um er skipt eða hve mikið má veiða; yfir í hvernig sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in starfa og með hvaða hætti á að skatt­leggja af­not þeirra af auðlind­inni. Virðist stund­um að því bet­ur sem árar í grein­inni, því há­vær­ari verði deil­urn­ar og seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir að svipaður tónn hafi komið í umræðuna um ferðaþjón­ustu þegar upp­gang­ur varð í þeirri grein:

„Sam­fé­lagi og stjórn­mála­mönn­um hætt­ir til að bregðast við, þegar vel geng­ur hjá ákveðinni at­vinnu­grein, með því að vilja leggja á hærri skatta eða gjöld, og gefa sér þá ein­földu for­sendu að liggi bein­ast við að skatt­tekj­ur auk­ist sam­fara upp­gangi. Íþyngj­andi skatt­heimta get­ur hins veg­ar haft nei­kvæð áhrif til lang­frama, hægt á vexti, hamlað frek­ari fjár­fest­ingu og dregið úr verðmæta­sköp­un í land­inu og þar með skatt­tekj­um rík­is­sjóðs,“ seg­ir Ásdís, en hún er for­stöðumaður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Allt bygg­ir á verðmæta­sköp­un

Seg­ir Ásdís skatt­lagn­ingu þurfa að vera bæði sann­gjarna og hóf­lega; skatt­tekj­urn­ar þurfi að duga til að standa und­ir nauðsyn­legri op­in­berri þjón­ustu en skatt­arn­ir megi þó ekki vera svo háir að ógni sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja. Þegar vel geng­ur hjá fyr­ir­tækj­un­um, í sjáv­ar­út­vegi sem í öðrum grein­um, er efna­hags­leg­ur ábati m.a. fólg­inn í auk­inni verðmæta­sköp­un, fjölg­un starfa og hærri skatt­tekj­um.

„Lífs­gæði okk­ar eru í grunn­inn byggð á sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda. Ísland er dropi í hafi heims­hag­kerf­is­ins og því mik­il­vægt að út­flutn­ings­grein­ar okk­ar geti sótt inn á stærri markaði. Lífs­kjör eru á góð á Íslandi, raun­ar ein þau bestu í heimi og for­senda þess að við get­um bætt lífs­kjör okk­ar áfram er að hér vaxi og dafni áfram út­flutn­ings­grein­ar sem standa framar­lega á sín­um sviðum.“

Ásdís bæt­ir við að á Norður­lönd­un­um vegi umræðan um sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­greina þungt þegar skatt­heimta og launaþróun eru rædd­ar. „Við þurf­um á hverj­um tíma að spyrja okk­ur hvort verið er að ganga of langt í skatt­heimtu, og hvort laun séu í sam­ræmi við und­ir­liggj­andi verðmæta­sköp­un at­vinnu­lífs­ins og getu þess til að standa und­ir hækk­andi launa­kostnaði. Nú þegar at­vinnu­lífið stend­ur frammi fyr­ir veru­leg­um sam­drætti í efna­hags­líf­inu vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins blas­ir við að höggið verður þeim mun meira á út­flutn­ings­grein­ar okk­ar enda eru landa­mæri víða að lokast, út­flutn­ing­ur á fersk­um fiski hef­ur dreg­ist sam­an um tugi pró­senta og fisk­vinnslu­stöðvar búa sig und­ir frek­ari sam­drátt.“

Ásdís seg­ir mik­il­vægt að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi og taka breyt­ing­um dag frá degi. Þegar far­ald­ur­inn hef­ur gengið yfir tek­ur við tíma­bil upp­bygg­ing­ar og þá skipt­ir öllu máli að styðja við sjáv­ar­út­veg­inn og aðrar út­flutn­ings­grein­ar þannig að þær nái viðspyrnu á sem skemmst­um tíma. Fyr­ir­sjá­an­legt er að rekst­ur rík­is­ins verði þung­ur næstu miss­er­in sam­fara minni efna­hags­um­svif­um og fallandi skatt­tekj­um en viðbrögð stjórn­valda megi hins veg­ar ekki vera af sama meiði og eft­ir síðustu efna­hagskrísu þegar skatt­ar á at­vinnu­lífið voru hækkaðir. „Verk­efnið fram und­an er að leggja grunn­inn að áfram­hald­andi hag­vexti, það verður ekki gert með auk­inni skatt­heimtu á at­vinnu­líf sem er nú þegar veru­lega laskað eft­ir þess­ar efna­hagsþreng­ing­ar.“

Ný fyr­ir­tæki fæðast

Að mati Ásdís­ar er það skilj­an­legt að al­menn­ing­ur hafi sterk­ar og ólík­ar skoðanir á sjáv­ar­út­veg­in­um enda at­vinnu­grein sem byggi á nýt­ingu sam­eig­in­legr­ar auðlind­ar og að auki ein af meg­in­stoðum at­vinnu­lífs­ins. „Þótt deila megi um út­færsl­una rík­ir al­menn samstaða um að horfa á ávinn­ing sam­fé­lags­ins til lengri tíma litið. Í til­viki sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur mik­il upp­bygg­ing orðið í grein­inni og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in ekki aðeins fjár­fest í nýj­um skip­um held­ur einnig í tækni og hug­viti. Þetta hef­ur leitt til þess að á Íslandi hafa sprottið upp stönd­ug tæknifyr­ir­tæki sem standa mjög framar­lega á sínu sviði, og fjölg­un starfa í sjáv­ar­út­vegi hef­ur t.d. að mestu verið hjá þess­um hliðar­at­vinnu­grein­um.“

Ásdís minn­ir á að það sé þessi fjár­fest­ing í bætt­um veiðum og vinnslu sem hafi hjálpað sjáv­ar­út­veg­in­um að dafna. „Sam­fara auk­inni fjár­fest­ingu í tækj­um og tækni hef­ur tek­ist að bæta nýt­ingu og auka verðmæti sjáv­ar­af­urða svo að við stönd­um vel í sam­an­b­urði við helstu sam­keppn­isþjóðir okk­ar. Árið 1985 var t.d. nýt­ing­ar­hlut­fall þorsks 58% en í dag er það rúm­lega 80%. Á sama tíma er nýt­ing­ar­hlut­fall þorsks 53% í Fær­eyj­um og 46% í Kan­ada.“

Allt önn­ur staða nú en 2008

Mik­il­vægi öfl­ugra út­flutn­ings­greina sést vel nú þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur herj­ar á heims­byggðina. „Ísland er lítið og opið hag­kerfi og fyr­ir­sjá­an­legt að höggið verði mikið fyr­ir ferðaþjón­ust­una en einnig fyr­ir aðrar út­flutn­ings­grein­ar. Skipt­ir máli að milda höggið eins frek­ast er unnt og miða aðgerðir stjórn­valda meðal ann­ars að því,“ seg­ir Ásdís.

„Staðan er sterk um þess­ar mund­ir og síðustu ár hef­ur hag­vöxt­ur verið drif­inn áfram af út­flutn­ings­grein­um. Tek­ist hef­ur að byggja upp ríf­lega 900 millj­arða gjald­eyr­is­vara­forða og þá var viðskipta­af­gang­ur síðasta árs í sögu­leg­um hæðum, eða rétt rúm­ir 170 millj­arðar króna. At­vinnu­lífið er á marga vegu bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við áfallið og grunnstoðirn­ar eru sterk­ar. Í gegn­um tíðina hef­ur efna­hags­sam­drætti í ís­lensku sam­fé­lagi, af þeirri stærðargráðu sem við sjá­um nú, ávallt verið fylgt eft­ir með geng­is­falli, verðbólgu­skoti og óstöðug­leika. Það sem af er ári hef­ur krón­an veikst um 10% gagn­vart evru og á sama tíma hef­ur Seðlabank­inn beitt óveru­leg­um inn­grip­um á gjald­eyr­is­markaði. Ef upp­sveifl­an hefði ekki verið drif­in áfram af vax­andi út­flutn­ings­tekj­um væri staðan allt önn­ur og fallið þeim mun meira. Reynsla okk­ar nú end­ur­spegl­ar mik­il­vægi þess að hag­vöxt­ur framtíðar­inn­ar sé drif­inn áfram af út­flutn­ings­grein­um okk­ar.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: