Árnar of langt frá laxeldinu

Laxeldiskvíar í Reyðarfirði.
Laxeldiskvíar í Reyðarfirði.

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest frá­vís­un héraðsdóms á máli sem mál­sókn­ar­fé­lagið Nátt­úru­vernd 2 höfðaði á hend­ur Mat­væla­stofn­un og Löx­um fisk­eldi ehf. til ógild­ing­ar á rekstr­ar­leyfi sem Fiski­stofa hafði veitt fyr­ir­tæk­inu til rekst­urs sjókvía­eld­is á laxi í Reyðarf­irði.

Að mál­sókn­ar­fé­lag­inu stóðu Veiðifé­lag Hofs­ár og Sunnu­dals­ár, Veiðifé­lag Selár, Veiðifé­lag Breiðdæla og Veiðifé­lag Vest­ur­dals­ár

Í dómi rétt­ar­ins kem­ur fram að í ljósi mark­miða laga um lax- og sil­ungsveiði, og að því gættu að veiðirétt­ar­höf­um væri skylt að hafa með sér fé­lags­skap í því skyni að mark­miðunum yrði náð, yrði að leggja til grund­vall­ar að veiðifé­lög gætu í skjóli umboðs sótt fyr­ir dóm­stól­um kröf­ur sem lytu að veiðirétti fé­lags­manna sinna og þeir hefðu lögv­arða hags­muni af að fá úr­lausn dóm­stóla um.

Ekki aðilar að stjórn­sýslu­máli um út­gáfu leyf­is­ins

Í dóm­in­um var hins veg­ar vísað til þess að hvorki fé­lags­menn í veiðifé­lög­un­um né fé­lög­in sem slík hefðu átt aðild að stjórn­sýslu­máli um út­gáfu um­rædds rekstr­ar­leyf­is. Rétt­ur mál­sókn­ar­fé­lags­ins til að bera und­ir dóm­stóla hvort farið hefði verið að lög­um við út­gáfu rekstr­ar­leyf­is­ins yrði því ekki reist­ur á aðild þeirra að stjórn­sýslu­mál­inu.

Þá taldi rétt­ur­inn að fé­lagið gæti ekki reist heim­ild sína til höfðunar máls til ógild­ing­ar á um­ræddu starfs­leyfi á regl­um grennd­ar­rétt­ar, sök­um þess hversu langt þær laxveiðiár sem um ræddi í mál­inu væru frá sjókvía­eld­inu í Reyðarf­irði.

Loks kom fram að til þess að full­nægt væri skil­yrðum um lögv­arða hags­muni, sam­kvæmt lög­um um meðferð einka­mála, yrði mál­sókn­ar­fé­lagið að sýna fram á eða gera lík­legt að fé­lags­menn þess hefðu orðið fyr­ir tjóni vegna um­ræddr­ar starf­semi. Það hefði fé­lagið ekki gert.

mbl.is