Eykur makrílkvótann um 7,8%

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað reglugerð um …
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað reglugerð um veiðiheimildir deilistofna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um veiðar ís­lenskra skipa á mak­ríl á ár­inu 2020 og fel­ur hún í sér að heild­arkvóti verði 152.141 tonn, að því er fram kem­ur á vef stjórn­ar­ráðsins. Er kvót­inn því 12 þúsund tonn­um, eða 7,8%, meiri en á síðasta ári þegar hann var um 140 þúsund tonn.

Fram kem­ur á vef stjórn­ar­ráðsins að Íslend hef­ur miðað ákv­arðanir sín­ar út frá 16,5% af ákvörðunum Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins um heild­arafla hverju sinni, allt frá ár­inu 2014 þegar sam­komu­lag ríkj­anna gekk í gildi.

„Á síðasta árs­fundi NEAFC (The North East Atlantic Fis­heries Comm­issi­on) var samþykkt til­laga þess efn­is að miða skuli heild­arafla árs­ins 2020 við 922.064 tonn, óháð ósam­komu­lagi um skipt­ingu. Þar sem Ísland er ekki aðili að mak­ríl­sam­komu­lagi, þá reikn­ast 16,5% af 922.064 tonn­um sem 152.141 tonn,“ seg­ir í færsl­unni.

Breytt viðmið í kol­munna og síld

Heild­arafli árs­ins 2020 í norsk-ís­lenskri síld verður 91.243 tonn sem er 10,7% minna en í fyrra þegar hann var 102.174 og 245.101 tonn í kol­munna sem er 4.000 tonn­um meira en 2019.

Þá seg­ir að „sem viðleitni af hálfu Íslend­inga til að hreyfa við viðræðum strand­ríkj­anna í deili­stofn­un­um þrem­ur, þá voru um ára­mót gefn­ar út reglu­gerðir í norsk-ís­lenskri síld og kol­munna í sam­ræmi við síðustu samþykktu samn­ingstölu.“

En þar sem þessi viðleitni hef­ur ekki fengið und­ir­tekt­ir samn­ingsaðil­anna, hef­ur ráðherra „end­ur­skoðað þess­ar ákv­arðanir og hef­ur ákveðið að miða við sama hlut­fall af samþykktri heild­ar­veiði NEAFC og fyr­ir síðasta ár sem  var 17,36% fyr­ir norsk-ís­lenska síld og 21.1% í til­viki kol­munna. Með þessu er Ísland þó ekki að fylgja for­dæmi annarra strand­ríkja sem hafa hækkað hlut sinn frá síðasta ári.“

mbl.is