Feðgar sameinaðir eftir 10 daga einangrun

Andy Cohen og sonur hans Benjamin sameinaðir.
Andy Cohen og sonur hans Benjamin sameinaðir. skjáskot/Instagram

Andy Cohen og son­ur hans Benjam­in voru sam­einaðir í fyrsta sinn í gær eft­ir að Cohen greind­ist með kór­ónu­veiruna. Feðgarn­ir voru aðskild­ir í 10 daga og sést gleðin skína úr aug­um þeirra beggja eft­ir aðskilnaðinn. 

Cohen fór í sjálf­skipaða sótt­kví eft­ir að hann fann fyr­ir kve­f­ein­kenn­um. Eft­ir nokkra daga af sótt­kví greind­ist hann svo smitaður af veirunni og þurfti að fara í ein­angr­un. Eft­ir 10 daga var hann svo loks bú­inn að ná sér af veirunni og gat hitt son sinn. 

Cohen var einn af þeim fyrstu í Hollywood sem greindi frá kór­ónu­veiru­smiti ásamt, Idr­is Elba, Colt­on Und­erwood, Tom Hanks og Ritu Wil­son. Ástandið í Banda­ríkj­un­um hef­ur versnað tölu­vert síðan þess­ar stjörn­ur greindu frá veik­ind­um sín­um. 

View this post on In­sta­gram

I’ve hosted reuni­ons for ye­ars, but yester­day’s was the best one yet. ♥️

A post shared by Andy Cohen (@bra­vo­an­dy) on Mar 31, 2020 at 5:20am PDT

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman