Tími til að lesa

Tími til að lesa.
Tími til að lesa.

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hleyp­ir í dag af stokk­un­um lestr­ar­verk­efni fyr­ir þjóðina, þar sem börn og full­orðnir eru hvött til að nýta til lest­urs þann tíma sem gefst við nú­ver­andi aðstæður.

„Lest­ur er sér­stak­lega mik­il­væg­ur fyr­ir börn, enda ræðst náms­ár­ang­ur barna að stór­um hluta af lesskiln­ingi sem eykst með aukn­um lestri. Lest­ur veit­ir full­orðnum örv­andi hvíld frá amstri og áhyggj­um dags­ins og með lestri auk­um við sam­an veg ís­lenskr­ar tungu. Orðaforði eykst, nýj­ar hug­mynd­ir kvikna, skiln­ing­ur á les­máli batn­ar og þannig skiln­ing­ur á heim­in­um öll­um. Þá styður auk­inn lest­ur við skap­andi störf rit­höf­unda og þýðenda. Því meira sem við les­um því betra!,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Lestr­ar­verk­efnið kall­ast Tími til að lesa. Heitið er dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem marg­ir hafa meiri tíma en áður til að lesa og þörf­in fyr­ir hug­ar­leik­fimi hef­ur sjald­an verið meiri. Árang­ur­inn er mæld­ur í tíma, þar sem Íslend­ing­ar eru hvatt­ir til að skrá all­an sinn lest­ur á vefsíðunni tim­itila­dlesa.is. Þar geta þátt­tak­end­ur líka fylgst með sam­eig­in­leg­um lestri þjóðar­inn­ar frá degi til dags. Á næstu fjór­um vik­um munu þar safn­ast upp ýms­ar upp­lýs­ing­ar um lest­ur, hug­mynd­ir að les­efni fyr­ir ólíka ald­urs­hópa, hvatn­ing­ar­mynd­bönd frá rit­höf­und­um og öðrum sem segja okk­ur hvað og hvar þeim finnst gam­an að lesa, seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Verk­efnið mun standa til 30. apríl og að því loknu mun­um við freista þess að fá afrakst­ur­inn skráðan í Heims­meta­bók Guinn­ess. Slíkt hef­ur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heims­met sinn­ar teg­und­ar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okk­ar sjálfra til að bæta með tíð og tíma.

Um­gjörð og út­lit verk­efn­is­ins tek­ur mið af mark­miðinu, þar sem ætl­un­in er að virkja keppn­is­skap þjóðar­inn­ar. Merki verk­efn­is­ins svip­ar til merkja íþrótta­fé­laga, keppn­istreyj­ur verða veitt­ar heppn­um þátt­tak­end­um í lok verk­efn­is­ins og leitað verður sam­starfs víða til að virkja sem flesta. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman