Glæðist á grásleppunni

Góður afli hefur verið hjá Manna ÞH sem er hér …
Góður afli hefur verið hjá Manna ÞH sem er hér með rúm 3 tonn. Sæmundur eigandi hans hélt venju sinni og hóf vertíðina hér fyrstur Þórshafnarbáta. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Hjá Þórs­hafn­ar­bát­um hafa grá­sleppu­veiðar held­ur verið að glæðast eft­ir lé­lega byrj­un. Síðustu daga hef­ur verið ágæt veiði og veðrið skap­legt, fjór­ir bát­ar eru byrjaðir og sá fimmti vænt­an­leg­ur en hann er að ljúka hand­færa­veiðum. 

Tveir bát­ar hafa verið á hand­fær­um en veiðin slök. „Það er svo mikið æti í haf­inu að fisk­ur­inn bít­ur ekki á, hann ligg­ur í loðnunni og belg­ir sig út,“ sagði Jó­hann Ægir Hall­dórs­son sem seg­ir tölu­vert af loðnu á þess­um slóðum. Hann er að hætta hand­færa­veiðum og byrja grá­sleppu­veiðar. Hjá Geir ÞH stend­ur yfir ár­legt net­arall Hafró og ágæt veiði hef­ur verið í þorska­net.

Hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hef­ur verið nokkuð sam­felld vinna í bol­fiski og nú bæt­ist grá­slepp­an við. Veður­spá næstu daga er smá­bát­um óhag­stæð og eru Þórs­hafn­ar­bát­arn­ir að taka upp vegna bræl­unn­ar sem er fram und­an.

mbl.is