Hrefnukvótinn 1.278 dýr í Noregi

Hrefna. Hvalveiðar eru umdeildar.
Hrefna. Hvalveiðar eru umdeildar.

Norðmenn máttu hefja hrefnu­veiðar árs­ins í gær, 1. apríl, og er heim­ilt að veiða 1278 dýr. Það er sami kvóti og í fyrra, en þá veidd­ust 429 dýr og var það lé­leg­asta vertíðin fram til þessa.

Veiðarn­ar eru um­deild­ar og hef­ur breski stjórn­mála­maður­inn og auðjöf­ur­inn, Michael Ashcroft, gagn­rýnt veiðarn­ar harðlega. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann þær gam­aldags, villi­manns­leg­ar og ónauðsyn­leg­ar.

Fjallað er um málið á vef NRK Nor­d­land og er vitnað í grein sem Ashcroft lá­v­arður skrifaði i Mail on Sunday. Þar seg­ir Ashcroft að Norðmenn geti ekki rétt­lætt slátrun á hrefn­um í hundraðavís á hverju ári. Hann seg­ist ekki kaupa þær rök­semd­ir að veiðarn­ar bygg­ist á norsk­um hefðum. Að sama skapi hafi þræla­hald verið hluti af venj­um í Bretlandi fram til 1833.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: