Þóttust fara í draumasiglinguna heima í stofu

Dave og Norma Trill skáluðu heima í stofu,
Dave og Norma Trill skáluðu heima í stofu, skjáskot/Facebook

Hjón í Ástr­al­íu létu ekki kór­ónu­veiruna skemma fyr­ir sér brúðkaup­saf­mælið sitt sem þau ætluðu að halda upp á með skemmtisigl­ingu. Hjón­in Norma og Dave Trill settu á youtu­bemynd­band af haf­inu, klæddu sig í sigl­inga­föt­in og skáluðu heima í stofu. 

Trill-hjón­in fagna 53 ára brúðkaup­saf­mæli þessi miss­er­in og högðu bókað tíu daga sigl­ingu með skemmti­ferðaskipi til að halda upp á áfang­ann. Þau voru ansi svekkt þegar ferðinni var af­lýst vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Til þess að kæta for­eldra sína hjálpaði dótt­ir þeirra Jane þeim við að búa til skemmtisigl­ing­ar­stemn­ingu heima í stofu. Hún seg­ir í face­book­færslu að for­eldr­um sín­um hafi fund­ist þetta ein­stak­lega fyndið uppá­tæki og þau fjöl­skyld­an séu búin að skemmta sér mikið yfir þessu.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman