Lítið er hægt að ferðast um þessar mundir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar um heimsbyggðina. Ómögulegt er að ferðast um framandi slóðir og margir sem sitja heima og láta sig dreyma um ferðalög.
Sjónvarpsmaðurinn Ben Fogler nýtti tímann vel um helgina. Hann fór í sleðaferð, safaríferð og skíðaði yfir Suðurskautslandið. Allt þetta gerði hann heima með fjölskyldu sinni.
Sleðaferðina fór hann á plastsleða á meðan hann hvatti hundana sín til að hlaupa, það gerðu þeir þó ekki. Hestaferð fór hann á rugguhesti og safaríferðin var farin úti í garði á jeppanum þeirra þar sem börnin vinkuðu til hunda heimilisins og bangsa. Ferðina yfir Suðurskautslandið fór hann á skíðum með tjald í stofunni.
View this post on InstagramA post shared by Ben Fogle (@benfogle) on Mar 29, 2020 at 12:34pm PDT
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.