Býr til ferðalög heima í stofu

Sleðaferð Foglers.
Sleðaferð Foglers. skjáskot/Instagram

Lítið er hægt að ferðast um þess­ar mund­ir vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar um heims­byggðina. Ómögu­legt er að ferðast um fram­andi slóðir og marg­ir sem sitja heima og láta sig dreyma um ferðalög. 

Sjón­varps­maður­inn Ben Fogler nýtti tím­ann vel um helg­ina. Hann fór í sleðaferð, safaríferð og skíðaði yfir Suður­skautslandið. Allt þetta gerði hann heima með fjöl­skyldu sinni. 

Sleðaferðina fór hann á plastsleða á meðan hann hvatti hund­ana sín til að hlaupa, það gerðu þeir þó ekki. Hesta­ferð fór hann á ruggu­hesti og safaríferðin var far­in úti í garði á jepp­an­um þeirra þar sem börn­in vinkuðu til hunda heim­il­is­ins og bangsa. Ferðina yfir Suður­skautslandið fór hann á skíðum með tjald í stof­unni.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman