„Gaman að geta talað við fólk“

Anna Hallgrímsdóttir, 102 ára íbúi á Hulduhlíð á Eskifirði, á …
Anna Hallgrímsdóttir, 102 ára íbúi á Hulduhlíð á Eskifirði, á nú myndsímtöl við vini sína og ættingja með hjálp spjaldtölvu og þráðlausra heyrnartóla sem hjúkrunarheimilið fékk að gjöf.

„Mér finnst mjög gam­an að geta talað við fólk,“ sagði Anna Hall­gríms­dótt­ir sem býr á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Huldu­hlíð á Eskif­irði. Hún átti myndsím­tal við blaðamann í gegn­um spjald­tölvu í gær. Íbúar Huldu­hlíðar og Upp­sala á Fá­skrúðsfirði geta nú rætt við vini og ætt­ingja og séð þá í mynd. Það létt­ir þeim lífið í heim­sókn­ar­bann­inu.

„Ég fæ mörg sím­töl og er búin að fá mörg í dag, norðan af Ak­ur­eyri og héðan og þaðan,“ sagði Anna. Hún fædd­ist 7. ág­úst 1917 og verður því 103 ára í sum­ar. Anna var á öðru ári þegar spánska veik­in gekk árið 1918. Hún sagði að mikið hefði verið talað um þá slæmu sótt í henn­ar ung­dæmi. En finnst henni kór­ónu­veiru­sótt­in sem nú geis­ar eitt­hvað jafn­ast á við það sem fólk sagði um spánsku veik­ina?

„Ég er nú kannski ekki mann­eskj­an til að segja til um það, en ég gæti trúað því að þetta væri ekki ósvipað eft­ir því sem ég heyrði,“ sagði Anna. En hvað ger­ir hún fleira en að tala við fólk í tölv­unni?

Mæl­ir ein­dregið með því að taka lýsi

„Bara ekki neitt nema að hugsa um lífið eins og það er. Meira ger­ir maður nú ekki þegar maður er orðinn svona full­orðinn,“ sagði Anna. Hverju þakk­ar hún góða heilsu og það hvað hún ber ald­ur­inn vel? „Það er eins og ég hef sagt áður; ég hef alltaf tekið inn lýsi og ég mæli ein­dregið með því,“ sagði Anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman