Ímyndaðu þér að þú sért á ströndinni

Ímyndaðu þér að þú sért á ströndinni.
Ímyndaðu þér að þú sért á ströndinni. Ljósmynd/Pexels

Það er nú frek­ar ljóst að all­ir þeir sem ætluðu sér að flat­maga á strönd­inni um pásk­ana eru ekki að fara gera það þetta árið. Hót­el víða um heim hafa hins­veg­ar tekið upp á því að streyma mynd­bönd­um af strönd­um sín­um, svo þú get­ir fengið smá strand­ar­stemn­ingu heim í stofu þrátt fyr­ir að vera fast­ur heima. 

Mali­bu Beach Inn í Mali­bu í Kali­f­orínu

Hef­ur þú ein­ver­tím­ann komið til Mali­bu-strand­ar? Ef ekki get­ur þú alla­vega kíkt á strönd­ina með beinu streymi frá Mali­bu Beach Inn. Beint streymi hér

Hotel Del Corona­do í Corona­do í Kali­forn­íu

Besta út­sýnið frá Hotel Del Corona­do sést í beina streym­inu sést hér. Hót­elið er í San Diego og hef­ur út­sýni yfir Kyrra­hafið. Beint streymi hér

Bahia Resort Hotel í San Diego Kali­forn­íu 

Viltu annað sjón­ar­horn af San Diego? Gjörðu svo vel, Bahia Resort býður þér upp á streymi af strönd­inni sinni á Missi­on Bay. Beint streymi hér.

The In­bal í Jerúsalem í Ísra­el

Hvernig er staðan fyr­ir botni Miðjarðar­hafs­ins? Þú get­ur tekið stöðina með þessu ótrú­lega beina streymi sem sýn­ir borg­ar­lands­lagið í Jerúsalem. Beint streymi hér.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman