Veiðidagar á grásleppu verða 44

Grásleppa skorin á Húsavík.
Grásleppa skorin á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Veiðidagar á grásleppuvertíð verða 44, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir einnig að sjávarútvegsráðherra hafi ekki tekið undir sjónarmið grásleppunefndar LS, sem hafi lagt til að veiðidagar yrðu 39 eða 40.

Hafrannsóknastofnun lagði í vikunni til að heildaraflamark hrognkelsis á fiskveiðiárinu 2019/2020 yrði 4.646 tonn. Samkvæmt niðurstöðu mælinga, sem byggjast á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2020, hafi vísitalan hækkað frá fyrra ári. Vísitalan hafi sveiflast mikið milli ára sem endurspegli að hluta til óvissu í mælingunum, segir í frétt á vef Hafró.

Í bréfi sem grásleppunefnd LS sendi ráðherra í vikunni segir m.a. að á vertíðinni í fyrra hafi veiðidagar verið 44. Heildarafli þeirra 240 báta sem stunduðu veiðarnar hafi verið 4.952 tonn eða 147 tonnum (3%) umfram það sem Hafrannsóknastofnun lagði til. Upphafsdagur vertíðar í fyrra hafi verið 20. mars, en yfirstandandi vertíð mátti hefjast 10. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: