Veiðidagar á grásleppu verða 44

Grásleppa skorin á Húsavík.
Grásleppa skorin á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Veiðidag­ar á grá­sleppu­vertíð verða 44, að því er fram kem­ur á heimasíðu Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Þar seg­ir einnig að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi ekki tekið und­ir sjón­ar­mið grá­sleppu­nefnd­ar LS, sem hafi lagt til að veiðidag­ar yrðu 39 eða 40.

Haf­rann­sókna­stofn­un lagði í vik­unni til að heild­arafla­mark hrogn­kels­is á fisk­veiðiár­inu 2019/​2020 yrði 4.646 tonn. Sam­kvæmt niður­stöðu mæl­inga, sem byggj­ast á stofn­vísi­tölu úr stofn­mæl­ingu botn­fiska í mars 2020, hafi vísi­tal­an hækkað frá fyrra ári. Vísi­tal­an hafi sveifl­ast mikið milli ára sem end­ur­spegli að hluta til óvissu í mæl­ing­un­um, seg­ir í frétt á vef Hafró.

Í bréfi sem grá­sleppu­nefnd LS sendi ráðherra í vik­unni seg­ir m.a. að á vertíðinni í fyrra hafi veiðidag­ar verið 44. Heild­arafli þeirra 240 báta sem stunduðu veiðarn­ar hafi verið 4.952 tonn eða 147 tonn­um (3%) um­fram það sem Haf­rann­sókna­stofn­un lagði til. Upp­hafs­dag­ur vertíðar í fyrra hafi verið 20. mars, en yf­ir­stand­andi vertíð mátti hefjast 10. mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: