Vesturbæingar heiðruðu heilbrigðisstarfsfólk

Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem er …
Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem er í framlínu Landspítalans á þessum erfiðu tímum. AFP

Leik­menn meist­ara­flokks kvennaliðs KR í knatt­spyrnu tóku sig til og ákváðu að bjóða heil­brigðis­starfs­fólki Land­spít­al­ans í há­deg­is­mat á dög­un­um í sam­starfi við veit­ingastaðinn Lemon. Mikið álag er á heil­brigðis­starfs­fólki þessa dag­ana vegna kór­ónu­veirufar­alds­ins sem nú herj­ar á heims­byggðina.

Tveir leik­menn KR, þær Katrín Ásbjörns­dótt­ir og Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir, vinna á Land­spít­al­an­um en kvennalið KR notaði tæki­færið og skoraði á bæði karlalið KR til þess að styðja við bakið á heil­brigðis­starfs­fólk­inu í land­inu og þá skoruðu þær einnig á kvennalið Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu.

View this post on In­sta­gram

Á þess­um for­dæma­lausu tím­um þar sem allt sam­fé­lagið okk­ar er lamað af COVID-19. Sam­komu­bann gild­ir í land­inu og eng­ar æf­ing­ar eru nema þá bara heimaæf­ing­ar. Við hjá Mfl.KR kvk vilj­um þakka öll­um þeim sem eru í fram­lín­unni kær­lega fyr­ir. Við erum með tvo leik­menn úr okk­ar liði sem eru í þess­um frá­bæra hóp, þær Katrín Ásbjörns @katr­in­as­bjorns og Þór­dís Hrönn @thord­ish . Við erum ótrú­lega stolt­ar af þeim og þeirra fram­lagi. Við ákváðum því í sam­starfi við Lemon @lemonice­land að senda þeim smá glaðning og færðum þeim sam­lok­ur og djús á deild­irn­ar þeirra á Land­spít­al­an­um. Við skor­um á mfl karla KR @krreykja­vik1899 og mfl kvk Stjörn­unn­ar @stjarn­an.mfl­kvk að láta gott af sér leiða og gefa til fram­lín­unn­ar því öll þekkj­um við ein­hvern sem er að berj­ast fyr­ir okk­ur! Við hlökk­um til að sjá ykk­ur á vell­in­um í sum­ar Haldið áfram að vera dug­leg að æfa! Við þurf­um að hjálp­ast að og gera þetta sam­an öll sem ein! @heima­voll­ur­inn @fot­bolt­inet

A post shared by Mfl. Kvenna KR⚽️ (@krstelp­ur) on Apr 2, 2020 at 7:18am PDT

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman