Minnir okkur harkalega á hvað lífið er brothætt

Jón Gunnar Geirdal á hugmyndina af þáttaröðinni Jarðarförin mín sem …
Jón Gunnar Geirdal á hugmyndina af þáttaröðinni Jarðarförin mín sem sýnd verður í Sjónvarpi Símans Premium n um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunn­ar Geir­dal varð heims­fræg­ur á Íslandi þegar hann vann á FM957 í gamla daga enda með ein­dæm­um orðhepp­inn. Svo orðhepp­inn að það var hringt í hann við gerð Næt­ur­vakt­ar­inn­ar til að fá heit­ustu fras­ana fyr­ir Ólaf Ragn­ar, sem leik­inn var af Pétri Jó­hanni Sig­fús­syni. Næsta miðviku­dag verður Jarðarför­in mín frum­sýnd í Sjón­varpi Sím­ans en serí­an fjall­ar um dauðvona mann sem ákveður að skipu­leggja sína eig­in jarðarför. Jón Gunn­ar á hug­mynd­ina að þess­ari seríu og skrif­ar hana í sam­starfi við aðra en hann er á öðru ári í rit­list í Há­skóla Íslands. 

Jarðarför­in mín var tíu ár í vinnslu en á þeim tíma reyndi Jón Gunn­ar ít­rekað að selja hug­mynd­ina til ís­lenskra sjón­varps­stöðva. Það var þó ekki fyrr en hann hitti Pálma Guðmunds­son hjá Sjón­varpi Sím­ans að hjól­in fóru að snú­ast. 

„Góðar hug­mynd­ir neita að deyja er hug­tak sem krist­all­ast í þessu verk­efni. Á þess­um tíu árum er ég nokkr­um sinn­um bú­inn að kynna þetta fyr­ir öll­um sjón­varps­stöðvum og nokkr­um fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um og þrátt fyr­ir góð viðbrögð við hug­mynd­inni rakst ég stöðugt á veggi. Tíma­setn­ing­in var ein­fald­lega ekki rétt og lífið snýst um tíma­setn­ing­ar. Eft­ir mjög gott spjall síðla árs 2018 við Pálma Guðmunds­son, sjón­varps­stjóra Sím­ans, ákvað ég að dusta rykið af hug­mynd­inni og reyna einu sinni enn. Sím­inn féll fyr­ir hug­mynd­inni og ákvað að kýla á þetta með mér og snill­ing­un­um hjá Glassri­ver sem fram­leiða serí­una og stórvini mín­um Kristó­fer Dign­us sem leik­stýr­ir og skrif­ar hand­ritið ásamt mér, Ragn­ari Eyþórs­syni, Heklu Elísa­betu, Sóla Hólm og Bald­vini Z. Ég er að kafna úr þakk­læti fyr­ir allt þetta magnaða fólk sem hef­ur komið að fram­leiðslunni,“ seg­ir Jón Gunn­ar í sam­tali við Smart­land. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvar varstu þegar þú fékkst þessa hug­mynd?

„Ég man svo sem ekk­ert ná­kvæm­lega hvar ég var en í ein­hverj­um vanga­velt­um um lífið og til­ver­una kviknaði þessi pæl­ing: Myndi maður ekki vilja vera viðstadd­ur sinn síðasta viðburð með sín­um nán­ustu og kveðja alla á sín­um for­send­um? Auðvitað er það ekk­ert alltaf hægt en ef sá mögu­leiki væri fyr­ir hendi, mynd­um við þá ekki flest vilja það? Mér fannst þetta áhuga­verð hug­leiðing og hún skaut rót­um í hausn­um á mér. Um leið og hug­mynd­in fædd­ist vildi ég líka ekki fá neinn ann­an en Ladda til að leika aðal­hlut­verkið. Fyr­ir mér er þetta hlut­verkið sem þjóðin á inni hjá hon­um. Við erum búin að hlæja með hon­um í meira en 50 ár en hér sýn­ir hann á sér aðra hlið sem ég er sann­færður um að lands­menn eiga eft­ir að falla fyr­ir. Ég og Ragn­ar Eyþórs vin­ur minn unn­um svo reglu­lega í hug­mynd­inni á þess­um tíu árum en nú er þetta loks­ins að ger­ast,“ seg­ir hann. 

Jarðarför­in mín fjall­ar um dauðvona mann sem ákveður að bæta upp fyr­ir tapaðan tíma með því að skipu­leggja og vera viðstadd­ur sína eig­in gala-jarðarför.

„Það er samt ekki eins ein­falt og það hljóm­ar. Fyrr­ver­andi eig­in­kon­an, einka­son­ur­inn og tengda­dótt­ir­in hafa lít­inn skiln­ing á þess­um áform­um, hvað þá barna­barnið sem dýrk­ar afa sinn og get­ur ekki hugsað sér að missa hann. Svo flæk­ist málið enn frek­ar þegar ást­in blómstr­ar á ný milli hans og fyrr­ver­andi kær­ustu en hún er ein­mitt prest­ur­inn sem á að jarðsyngja hann.“

Á sama tíma og Jón Gunn­ar var að skrifa þessa seríu veikist syst­ir hans, Alma Geir­dal, aft­ur af krabba­meini og fær þær frétt­ir að hún eigi fjög­ur ár eft­ir ólifuð. Jón Gunn­ar seg­ir að það sé súr­realískt að upp­lifa það.  

„Mér fannst það í raun bara súr­realískt að vera að skrifa ljúfsára sjón­varps­seríu um dauðvona mann sem er að velta mögu­leg­um enda­lok­um fyr­ir sér og á sama tíma grein­ist litla syst­ir mín aft­ur með ill­vígt krabba­mein og fær þær frétt­ir að hún eigi fjög­ur ár eft­ir ólifuð og í raun sé ekk­ert hægt að gera nema veita henni líkn­andi lyfjameðferð. Á sama tíma er hún svo búin að ákveða flest fyr­ir sína jarðarför og við að ræða það sam­an systkin­in. Þetta setti verk­efnið í al­gjör­lega nýtt sam­hengi fyr­ir mér,“ seg­ir hann. 

Hvernig til­finn­ing er það að vita ekki hvort syst­ir þín lif­ir í þrjú og hálft ár í viðbót eða skem­ur?

„Hún er hræðileg og ekki neitt sem ég gat ímyndað mér að við systkin­in ætt­um eft­ir að upp­lifa. Vissu­lega tel­ur tím­inn niður fyr­ir okk­ur öll en óþægi­lega raun­veru­legt þegar hann er far­inn að telja hraðar niður fyr­ir litlu syst­ur manns,“ seg­ir Jón Gunn­ar. 

Hvernig breyt­ir það líf­inu að upp­lifa slíkt?

„Það breyt­ir því heil­mikið og gef­ur manni í raun nýja og vil ég meina betri upp­lif­un í hvers­dags­leik­an­um með fjöl­skyld­unni. Þetta hæg­ir á manni og fær mann til að end­ur­meta í hvað tím­inn fer og með hverj­um maður eyðir hon­um. Við fjöl­skyld­an erum mjög náin og þessi mar­tröð fær­ir okk­ur ennþá nær hvert öðru. Á sama tíma ramm­ar þetta líka inn varn­ar­leysi okk­ar sem aðstand­enda gagn­vart þess­um óvini sem krabb­inn er og það ger­ir þetta óbæri­legt. Ég hef alla tíð tekið hlut­verk mitt sem stóri bróðir mjög al­var­lega og við Alma syst­ir tek­ist á við alls kon­ar brekk­ur í gegn­um tíðina og hún klifið þær all­ar af mikl­um krafti. En hér er kom­in brekk­an enda­lausa en við ætl­um samt að stíga hana sam­an, bak í bak.“

Talið berst að þakk­læt­inu og þegar Jón Gunn­ar er spurður hvort hann hafi verið nægi­lega þakk­lát­ur í gegn­um tíðina seg­ir hann svo ekki vera. 

„Nei, pottþétt ekki því miður. Ég held við gæt­um öll tekið okk­ur á í því að vera meira þakk­lát fyr­ir það sem stend­ur okk­ur næst. Ég held að það sé til dæm­is eitt af því já­kvæða sem við mun­um gera meira af eft­ir þenn­an kór­ónu­veirufar­ald­ur. Þetta ástand minn­ir okk­ur harka­lega á hvað lífið er brot­hætt og þá er eins gott að knúsa fólkið sitt sem oft­ast (þegar það má!) og vera í gleðinni, þakk­lát fyr­ir dag­inn í dag. Ég hef mark­visst verið að vinna í sjálf­um mér síðastliðinn ára­tug eft­ir að ég skildi og það er mik­il­væg­asta verk­efni lífs míns: að hægja á og njóta með fal­legu kon­unni minni og börn­un­um okk­ar.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Jón Gunn­ar er á öðru ári í meist­ara­námi í rit­list við Há­skóla Íslands en mun klára það á lengri tíma því hann seg­ir að sér liggi ekk­ert á. 

„Þetta er klár­lega ein af betri ákvörðunum lífs míns því þetta nám er ótrú­lega skemmti­legt og það hef­ur verið mér ofboðslega gef­andi, bæði í vinnu og dag­legu lífi, að vera um­kringd­ur öllu þessu hug­mynda­ríku fólki sem er með mér í nám­inu.“

Hvernig viltu nýta þessa mennt­un?

„Ég vil ein­fald­lega skrifa meira og reyna að koma fjöl­mörg­um hug­mynd­um mín­um á fram­færi með ein­hvers kon­ar hætti í framtíðinni, hvort sem það er í formi sjón­varpsþátta skáld­sagna eða annað.“

Hvers vegna ákvaðstu að fara í þetta nám?

„Ég var bú­inn að skoða rit­list­ar­námið í HÍ í mörg ár ásamt því að hafa kynnt mér MBA-námið í bæði HR og HÍ. Rit­list­in heillaði meira af ein­skær­um áhuga og vilja til að fá spark í rass­inn með út­færslu hug­mynda og auk­in skrif og þess vegna varð það fyr­ir val­inu. Ég er með bunka af hug­mynd­um sem bíða nán­ari út­færslu og rit­list­in hjálp­ar mér að láta þá drauma ræt­ast. Ég vildi líka fá ákveðna staðfest­ingu, er eitt­hvað þarna? Það er eitt að vera orðhepp­inn og sniðugur en annað að færa það á blað og út­færa nán­ar. Það er líka fjölda­tak­mörk­un í rit­list­inni og valið út frá því sem þú hef­ur verið að skrifa – ég ákvað loks­ins að hætta að humma þetta fram af mér og skila inn hug­mynda­bunk­an­um og það borgaði sig.“

Það loðir oft við fólk, bæði gam­an­leik­ara og þá sem velja sér létt­væg­ari starfs­vett­vang, að vera ekki tekið nægi­lega al­var­lega. Er þetta nám liður í því að fá meiri þunga­vigt?

„Það held ég ekki en mjög góð spurn­ing. Ætli ég hafi ekki verið tek­inn mátu­lega al­var­lega í gegn­um tíðina og von­andi aðeins meira með hverju ár­inu. Ég læt verk­in tala og það hvernig ég vinn fyr­ir og með fólki og það hef­ur sem bet­ur fer skilað sér. Ég tek sjálf­an mig mátu­lega al­var­lega, hef mik­inn húm­or fyr­ir mér og mín­um og er með afar breitt bak og brosi svo bara gegn­um lífið. Hvernig fólk tek­ur mér er að öðru leyti ekki í mín­um hönd­um.“

Þegar Jón Gunn­ar er spurður hvað drífi hann áfram í líf­inu stend­ur ekki á svari. 

„Fjöl­skyld­an er minn drif­kraft­ur. Allt sem ég geri er fyr­ir hana með ein­um eða öðrum hætti. Ég á dá­sam­lega konu sem held­ur mér á jörðinni og fjög­ur börn sem eru ljós lífs míns. Ég er líka mjög ná­inn for­eldr­um mín­um og þrem­ur systr­um og þetta fólk mitt er það sem gef­ur mér all­an þann styrk og birtu sem ég þarf,“ seg­ir hann. 

Jón Gunn­ar er oft kallaður fra­sakóng­ur Íslands því hann er með ein­dæm­um orðhepp­inn og sniðugar setn­ing­ar hafa oltið út úr hon­um á færi­bandi síðan hann varð kynþroska og mögu­lega löngu fyrr. Hann er til dæm­is maður­inn sem hringt var í þegar finna þurfti sniðugar setn­ing­ar fyr­ir Ólaf Ragn­ar í Næt­ur­vakt­inni. Oft loðir það við ung­lings­drengi að vera mjög orðheppn­ir og sniðugir og því er ekki úr vegi að spyrja Jón Gunn­ar hvernig það sé að eld­ast sem fra­sakóng­ur Íslands?

„Ég lít á það sem al­gjör for­rétt­indi að eld­ast og kannski aldrei meira en í dag. Ald­ur hef­ur ávallt verið hug­ar­far hjá mér og þótt ég nálg­ist fimm­tugs­ald­ur­inn þá verð ég alltaf tutt­ugu og fimm ára í hug­an­um.“

Hvar ætl­ar þú að vera á 50 ára af­mæl­inu?

„Ég hélt stórt og mikið partí þegar ég varð fer­tug­ur og svo er ég að fara að gifta mig í haust sem verður veisla lífs míns – annaðhvort verð ég í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar að fagna tíma­mót­un­um eða á ein­hverri strönd­inni með glæsi­legu kon­unni minni að skála fyr­ir líf­inu og ást­inni.“

Hvernig verða pásk­arn­ir hjá þér?

„Ég verð fyr­ir norðan hjá dá­sam­legri tengda­fjöl­skyld­unni með konu og fjór­um börn­um að njóta. En ég verð pottþétt í ein­hvers kon­ar spennu­falls-kvíðak­asts-þakk­læt­is-ástandi þegar við kveikj­um á Jarðarför­in mín því það er með öllu óraun­veru­legt að upp­lifa þenn­an draum minn ræt­ast.“

Hvað er það besta við pásk­ana?

„Það besta við þessa páska verður klár­lega Jarðarför­in mín-serí­an sem lend­ir miðviku­dag­inn 8. apríl í heild sinni í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Það gleður mig mikið og alla sem komu að þessu æðis­lega verk­efni að geta gefið inni­lokuðum land­an­um þriggja tíma frí frá allri umræðu um kór­ónu­veiruna. Við ætl­um að hlæja og gráta með Ladda þessa páska,“ seg­ir hann. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman