Áhafnir bíða eftir niðurstöðum úr skimun

Áhafnir kolmunnaskipanna bíða eftir niðurstöðunum úr skimuninni.
Áhafnir kolmunnaskipanna bíða eftir niðurstöðunum úr skimuninni. Ljósmynd/Smári Geirsson

Kol­munna­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað liggja í Norðfjarðar­höfn og bíða áhafn­ir þeirra eft­ir niður­stöðu skimun­ar fyr­ir kór­ónu­veiru­sjúk­dómn­um Covid-19. Ráðgert er að halda til veiða á gráa svæðinu suður af Fær­eyj­um strax og niðurstaða ligg­ur fyr­ir síðar í kvöld eða á morg­un.

Á vef fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur fram að áhafn­ir Bark­ar NK og Beit­is NK fóru í skimun eystra á laug­ar­dag og áhöfn Bjarna Ólafs­son­ar AK fór einnig í skimun. Hjörv­ar Hjálm­ars­son, skip­stjóri á Berki, seg­ist von­ast eft­ir að eng­inn sé sýkt­ur og þá sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að leysa land­fest­ar.

„Þetta hafa menn aldrei upp­lifað áður, en það er gríðarlega mik­il­vægt að haldið sé til veiða á fjar­læg mið á sótt­fríu skipi. Í fyrra hóf­um við veiðar á gráa svæðinu 6. apríl og á und­an­förn­um árum hef­ur veiði haf­ist þarna á bil­inu 5.-12. apríl. Við höf­um að vísu ekki fengið nein­ar frétt­ir af veiði þarna núna. Það er ekki óal­gengt að á þessu svæði hafi verið byrjað að veiða geld­fisk sem held­ur sig þarna en síðan hef­ur göngu­fisk­ur­inn komið inn á svæðið og veiði oft verið góð,“ seg­ir Hjörv­ar. 

Brugðist skjótt við

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir að Íslensk erfðagrein­ing og Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands eigi heiður skilið fyr­ir hvernig þau brugðust við bón fyr­ir­tæk­is­ins um skimun áhafn­anna. 

„Það voru 20 sjó­menn af upp­sjáv­ar­skip­um frá okk­ur sem fóru í skimun á laug­ar­dag­inn hjá þeim. Brugðist var mjög skjótt við beiðni okk­ar og var skimun­inni komið við með skömm­um fyr­ir­vara. Við vilj­um senda Íslenskri erfðagrein­ingu og HSA okk­ar bestu þakk­ir fyr­ir. En þrátt fyr­ir skimun­ina er mik­il­vægt að sjó­menn­irn­ir virði um­gengn­is­regl­ur um borð í skip­un­um, haldi fjar­lægð á milli sín, vandi sig við handþvott og sótt­hreins­un og svo fram­veg­is. 

Þótt skimun leiði í ljós að menn séu ekki sýkt­ir geta þeir samt borið veiruna þannig að öll­um regl­um verður að fylgja í hví­vetna. Það er reynd­ar ánægju­legt að finna hvað starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru til­bún­ir að laga sig að þeim regl­um sem sett­ar hafa verið vegna Covid-19.  Þessu fylgja áskor­an­ir, ýms­ar skerðing­ar og breyt­ing­ar. Ég er afar þakk­lát­ur þeim sam­taka­mætti sem starfs­menn sýna nú á þess­um erfiðu tím­um þar sem við erum öll staðráðin í að gera það sem við get­um til að forðast veiruna,“ seg­ir Gunnþór.

mbl.is