Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir á Twitter að henni hafi aldrei þótt neitt sérstaklega gaman að fljúga fyrr en til núna.
Ef þú saknar flugferða mjög mikið þá getur þú útbúið þitt flugsæti inni í þvottahúsi eða inni á baði. Í myndbandinu hér fyrir neðan er góð lýsing á því hvernig best er að bera sig að.
Mér fannst mjög leiðinlegt að fljúga alveg þangað til ég mátti það ekki. Núna finnst mér geggjuð hugmynd að borða tapas úr plastpoka og drekka lélegt rauðvín með hnén í stólbakinu hjá næsta manni.
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) April 5, 2020
(Sú sem gerði þetta myndband skilur mig alveg) pic.twitter.com/guYHaS4S50
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.