Týr kominn til hafnar eftir fimm vikna ferð

Týr í Reykjavíkurhöfn.
Týr í Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykja­vík klukk­an 10 í morg­un eft­ir eina lengstu ferð varðskips hér við land hin síðari ár en það hélt til eft­ir­lits í byrj­un mars.

Gert var ráð fyr­ir því að það yrði á Íslands­miðum í þrjár vik­ur, venju sam­kvæmt.

Vegna auk­inna varúðarráðstaf­ana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar til að tryggja að hægt væri að sinna órofnu eft­ir­liti á haf­inu um­hverf­is landið.

Thor­ben Lund, skip­herra á Tý, seg­ir ferðina hafa gengið vel og fjöl­breytt verk­efni komið á borð áhafn­ar­inn­ar.

Vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar …
Vegna auk­inna varúðarráðstaf­ana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar til að tryggja að hægt væri að sinna órofnu eft­ir­liti á haf­inu um­hverf­is landið. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is