Týr kominn til hafnar eftir fimm vikna ferð

Týr í Reykjavíkurhöfn.
Týr í Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykjavík klukkan 10 í morgun eftir eina lengstu ferð varðskips hér við land hin síðari ár en það hélt til eftirlits í byrjun mars.

Gert var ráð fyrir því að það yrði á Íslandsmiðum í þrjár vikur, venju samkvæmt.

Vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar til að tryggja að hægt væri að sinna órofnu eftirliti á hafinu umhverfis landið.

Thorben Lund, skipherra á Tý, segir ferðina hafa gengið vel og fjölbreytt verkefni komið á borð áhafnarinnar.

Vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar …
Vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar til að tryggja að hægt væri að sinna órofnu eftirliti á hafinu umhverfis landið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is