940 milljóna króna frávik í vigtun afla

Talið er að fáir og/eða smærri aðilar með endurvigtunarleyfi standi …
Talið er að fáir og/eða smærri aðilar með endurvigtunarleyfi standi fyrir stórum hluta af frávikunum í vigtun afla. mbl.is/Ólafur Bernódusson

„Þessi frá­vik benda til skipu­lags of­mats ís­hlut­falls upp á um 1,7% að meðaltali. Ef gert er ráð fyr­ir að samþætt fyr­ir­tæki spari sér leigu á kvóta með of­mati á ís­hlut­falli og gert er ráð fyr­ir um 350 þúsund tonna ÞÍG-heild­arafla botn­fisks þá sam­svar­ar um­fang frá­vika um 940 millj­ón­um króna í sparaða kvóta­leigu, miðað við leigu­verð á þorskafla­marki und­an­farna 12 mánuði,“ seg­ir í nýrri skýrslu sem birt hef­ur verið á vef stjórn­ar­ráðsins.

Í henni er full­yrt að gögn um íhlut­föll í yf­ir­stöðum og end­ur­vi­gt­un „staðfesta fyrri mæl­ing­ar um að sum­ir end­ur­vi­gt­un­ar­leyf­is­haf­ar stundi kerf­is­bundið of­mat á ís­hlut­föll­um og þar með van­mat á heild­arafla“.

Skýrsl­an fjall­ar um mat á áreiðan­leika end­ur­vi­gt­un­ar, um­fangi og ástæðum frá­vika og hugs­an­leg­um úr­bót­um og var unn­in fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Höf­und­ar skýrsl­unn­ar eru þeir Daði Már Kristó­fers­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands, og Birg­ir Þór Run­ólfs­son, dós­ent í hag­fræði einnig við við Há­skóla Íslands.

Fáir og smærri aðilar

Skýrslu­höf­und­ar segja að frá­vik séu um­tals­vert meiri í til­felli slægðs afla en í óslægðum afla. Ekki ligg­ur fyr­ir skýr­ing á þessu en höf­und­ar telja að mögu­leg skýr­ing sé að frá­vik séu al­geng­ari meðal minni fyr­ir­tækja sem vinna meira með slægðan fisk.

„Þó gögn­in bendi til til­hneig­ing­ar til van­mats á afla­magni sýndi grein­ing þeirra samt sem áður gott sam­ræmi milli yf­ir­stöðu og al­mennr­ar end­ur­vi­gt­un­ar í meiri­hluta til­fella. Þetta bend­ir til þess að fáir aðilar standi að baki stór­um hluta frá­vik­anna,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Eru niður­stöður einnig sagðar „benda til þess að aukið eft­ir­lit með minni (samþætt­um) aðilum og áfram­hald á aðgerðum Fiski­stofu sé lík­legt til að halda þessu vanda­máli í skefj­um“.

mbl.is