Fjögur leikskólabörn smituð

Skólastarf hefur tekið verulegum breytingum undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru.
Skólastarf hefur tekið verulegum breytingum undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru. mbl.is/Ásdís

Fjögur leikskólabörn og 33 grunnskólanemendur hafa greinst með kórónuveiru í Reykjavík. Þá hafa einnig 28 starfsmenn leikskóla og 18 starfsmenn grunnskóla smitast af veirunni, en smit hafa nú komið upp í 11 leikskólum og 20 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Kemur þetta fram í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn Morgunblaðsins, en tölurnar miðast við 2. apríl.

Í Reykjavík eru nú 355 grunnskólanemendur í sóttkví og 3.351 í leyfi frá skóla að ósk foreldra. Fjöldi barna á leikskólaaldri í sóttkví er 166 og eru 1.448 leikskólabörn í leyfi að ósk foreldra. Alls er því 5.320 leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík haldið heima þessa dagana.

mbl.is