Starfsfólk á smitsjúkdómadeild tók dansinn

Starfsmenn á smitsjúkdómadeild Landspítalans brutu upp daginn og tóku nokkur …
Starfsmenn á smitsjúkdómadeild Landspítalans brutu upp daginn og tóku nokkur spor. skjáskot/Facebook

Starfs­fólk á smit­sjúk­dóma­deild á Land­spít­al­an­um tók sig til og dansaði skemmti­leg­an dans í vinn­unni á dög­un­um og deildi á Face­book. Þór­hild­ur María Jóns­dótt­ir hjúkr­un­ar­nemi starfar á deild­inni. 

„Þetta byrjaði þannig að ég og sam­starfs­kona mín feng­um hug­mynd­ina eft­ir að hafa séð er­lenda heil­brigðis­starfs­menn taka dans­inn á for­rit­inu TikT­ok. Við völd­um svo dans í gegn­um TikT­ok sem við töld­um vera til­tölu­lega auðveld­an í fram­kvæmd og kennd­um sam­starfs­fólki okk­ar á vakt­inni,“ seg­ir Þór­hild­ur María um hug­mynd­ina. 

„Þetta eru mjög skrítn­ir og krefj­andi tím­ar. Til­gang­ur­inn var að létta starfs­and­ann og reyna að brjóta aðeins upp dag­inn. Við meg­um ekki gleyma að hlúa að and­legri heilsu og það er svo gott fyr­ir sál­ina að hlæja aðeins og dansa. Við vild­um svo skora á fleiri deild­ir að gera það sama og dreifa þannig gleðinni og hlátr­in­um!“

Starfs­fólk á öðrum deild­um hef­ur tekið vel í hug­mynd­ina og seg­ir Þór­hild­ur María að bráðamót­tak­an sem og lungna­deild­in (A6) hafi tekið áskor­un­inni.


 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman