Ungbörn sýndu oft alvarleg einkenni

Upplýsingar um sjúkdómsgang hjá börnum vegna kórónuveirusmits eru takmarkaðar enn …
Upplýsingar um sjúkdómsgang hjá börnum vegna kórónuveirusmits eru takmarkaðar enn sem komið er. AFP

Vísindamenn og læknar reyna nú hvað þeir geta til að skilja betur afleiðingar kórónuveirusýkingar á fólk. Þótt margt sé enn á huldu er ýmislegt vitað um sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, Covid-19. Þannig er t.a.m. vitað að líkur á alvarlegum sjúkdómi aukast með aldri, sérstaklega eftir 60 ára aldur. Þá eru einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af veirunni. Eru þetta vandamál á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki, langvinna nýrnabilun og krabbamein. Reykingamenn virðast einnig vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi og spilar þar eflaust inn í langvinn lungnateppa sem eykur alvarleika sjúkdómsins.

mbl.is