Færandi varninginn heim á örlagatímum

Frá vinstri Zagari Salvatore, Snædís Ylfa Ólafsdóttir og Pawel Wojciech …
Frá vinstri Zagari Salvatore, Snædís Ylfa Ólafsdóttir og Pawel Wojciech Cieslikiewicz, starfsmenn Eimskipa. Ljósmynd/Eimskip

Á meðan þjóðskáldið syrgði löngu horfna öld þegar hann orti um skraut­bú­in skip fyr­ir landi og hetj­ur sem flutu með fríðasta lið fær­andi varn­ing­inn heim, syrgja marg­ir nú um mund­ir til­tölu­lega nýliðna tíð, nefni­lega bara fyr­ir nokkr­um vik­um þegar lífið gekk sinn vana­gang. Það er þó ljóst að það þýðir ekki að sitja bara og syrgja, það verður að róa að því öll­um árum að þessi vana­gang­ur haldi áfram.

Meðal þeirra sem stuðla að því eru starfs­menn Eim­skips, helsta flutn­inga­fyr­ir­tæk­is lands­ins. Þeir vinna marg­ir nótt sem nýt­an dag, bæði í landi og á skraut­bún­um skip­um, bæði við út­flutn­ing eða „fær­andi varn­ing­inn heim“. Á vefsíðu Eim­skips er gef­in inn­sýn inn í störf þessa fólks, sem trygg­ir vöru­flutn­inga til og frá land­inu á þess­um ör­laga­tím­um. Eft­ir­far­andi frá­sagn­ir eru þaðan tekn­ar.

Fjöl­skyld­an og vin­ir á Ítal­íu

Zag­ari Sal­vatore, kallaður Pino, er starfsmaður Vöru­hót­els­ins á Sunda­bakka. Hann vinn­ur við af­greiðslu og tínslu á vör­um á svo­kölluðum þröng­ganga­lyft­ara sem fer um þrönga ganga vöru­húss­ins og sæk­ir vör­ur í hæstu hæðir.

Pino er frá Ítal­íu og hef­ur verið í sam­skipt­um við vina­fólk og fjöl­skyldu sína þar í landi. „Fjöl­skylda mín og vin­ir eru mörg hver bú­sett á Ítal­íu þar sem ástandið hef­ur verið mjög slæmt en við reyn­um að halda sam­bandi eins mikið og við get­um í gegn­um tölv­una“ seg­ir Pino. „Það eru all­ir að passa sig mjög vel í öll­um sam­skipt­um og maður hitt­ir bara vini sína í gegn­um tölvurn­ar núna.“

Vinnustaður í 40 metra hæð

Snæ­dís Ylfa Ólafs­dótt­ir er krana­stjóri á hafn­ar­svæðinu í Sunda­höfn. Hún vinn­ur við að losa og lesta skip í höfn­inni í kran­an­um Straumi. Henn­ar vinnustaður er í ca 40 metra hæð þar sem hún híf­ir gáma af mik­illi ná­kvæmni.

Eins og fleiri get­ur Snæ­dís ekki um­geng­ist vinnu­fé­laga sína eins og venju­lega. „Það er búið að skipta upp mat­ar- og kaffi­tím­um og tryggja að dag- og kvöld­vakt hitt­ast ekki. Svo pöss­um við vel upp á að þrífa stjórn­tæk­in á milli vakta til að minnka lík­ur á smiti. Þetta er skrýtið og það verður gott að geta hitt alla vinnu­fé­laga sína aft­ur,“ seg­ir Snæ­dís. 

Tek­ur breyttu um­hverfi með yf­ir­veg­un 

Pawel Wojciech Cieslikiewicz er bíl­stjóri á vöru­flutn­inga­bíl Eim­skips. Hann vinn­ur við að koma vör­um frá send­anda til mót­tak­anda inn­an­lands. Bíl­stjór­ar Eim­skips aka landið þvert og endi­langt í öll­um veðrum og vetr­ar­færð til að koma send­ing­um á áfangastað.

Pawel seg­ir að í sínu starfi sé breyt­ing­in ekki stór­vægi­leg en þó séu ákveðnir hlut­ir öðru­vísi. „Við not­um hanska öll­um stund­um og meg­um ekki fara inn á mörg svæði sem við mátt­um fara inn á áður. Í mínu starfi er ég mikið einn á akstri en maður finn­ur mjög fyr­ir þessu í sam­fé­lag­inu sem heild.“ Pawel er þó já­kvæður og seg­ir sig og vinnu­fé­laga sína taka þessu breytta um­hverfi með yf­ir­veg­un.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman