Gerður í Blush fékk kórónuveiruna á Ibiza

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush fékk kórónuveiruna.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush fékk kórónuveiruna. Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir eig­andi Blush er búin að vera heima hjá sér í sótt­kví en hún smitaðist af kór­ónu­veirunni á Ibiza á dög­un­um. Hún er á bata­vegi en seg­ir að fyrstu vik­una hafi hún fundið fyr­ir litl­um ein­kenn­um en svo orðið veik­ari í viku tvö. 

„Ég byrjaði að veikj­ast dag­inn áður en ég kom heim frá Ibiza af kyn­líf­stækjaráðstefnu. Ég var með þurr­an hósta, svima og slöpp fyrstu dag­ana. Svo fór ég í próf sem kom út já­kvætt,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Af þeim 70 sem voru á þess­ari ráðstefnu urðu lang­flest­ir veik­ir. Ótrú­legt samt að Jakob kærast­inn minn hann hef­ur ennþá sloppið og ekki fengið veiruna þrátt fyr­ir að vera bú­inn að vera heima með mér all­an tím­ann í sótt­kví,“ seg­ir hún. 

Hún seg­ist hafa verið með mjög væg ein­kenni fyrstu vik­una. 

„Svo missti ég allt bragð- og lykt­ar­skyn, ann­ars var þetta bara eins og smá flensa, en svo í ann­arri vik­unni fór mér að versna og fór að finna fyr­ir meiri önd­unar­örðug­leik­um og varð mun veik­ari. Ég er núna orðin betri og út­skrifaðist á mánu­dag­inn. Ég ætla að vera heima næstu vik­una og fara ró­lega út í sam­fé­lagið aft­ur,“ seg­ir hún. 

Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir

Aðspurð hvað hafi verið erfiðast nefn­ir hún að hitta fáa. 

„Það er búið að vera mjög erfitt að hitta ekki fjöl­skyldu og svo öll þessi óvissa, vita ekki við hverju ætti að bú­ast. Ég var al­veg hand­viss um að ég væri að verða búin með þessi veik­indi eft­ir fyrstu vik­una, en svo fór mér að versna og þá fann ég fyr­ir smá ótta. Sem bet­ur fer erum við með frá­bært heil­brigðis­kerfi sem hugsaði vel um mig og var alltaf til taks þegar ég var með spurn­ing­ar eða þurfti á aðstoð að halda.

Þegar ég fór að finna fyr­ir önd­unar­örðug­leik­um fékk ég tíma strax á covid-göngu­deild­inni og var þar skoðuð í bak og fyr­ir. Það voru tekn­ar mynd­ir af lung­um og blóðpruf­ur til að vera viss um að ekki væri neitt al­var­legt að. Ótrú­lega góð þjón­usta sem róaði mig mjög mikið,“ seg­ir hún.  

Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman