Leikmenn og þjálfarar HK afþakka laun

HK var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í kvennaflokki.
HK var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í kvennaflokki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hand­knatt­leiks­deild HK til­kynnti í kvöld að leik­menn og þjálf­ar­ar meist­ara­flokka fé­lags­ins myndu ekki þiggja laun það sem eft­ir lif­ir tíma­bils­ins vegna áhrifa kór­ónu­veirunn­ar á fjár­hag fé­lags­ins. 

HK var með lið í efstu deild­um karla og kvenna í vet­ur, en karlaliðið féll úr Olís­deild­inni á meðan kvennaliðið var í bar­áttu um sæti í úr­slita­keppn­inni. Ekki tókst að klára keppni í deild­un­um vegna veirunn­ar. 

Til­kynn­ing hand­knatt­leiks­deild­ar HK

Sem heild stönd­um við sterk­ari.

Á þess­um erfiðu tím­um er nauðsyn­legt að vinna vel sam­an við að finna lausn­ir á þeim vanda­mál­um sem koma upp í okk­ar starfi. Nú stönd­um við frammi fyr­ir heims­far­aldri sem hef­ur áhrif á alla heims­byggðina og því ekk­ert sem við get­um annað en tæklað þetta vanda­mál með já­kvæðni og von um betri tíma að leiðarljósi.

Í þess­um erfiðu aðstæðum hafa leik­menn og þjálf­ar­ar í meist­ara­flokki HK ákveðið að þiggja ekki sín laun það sem eft­ir lif­ir þessa keppn­is­tíma­bils. Það er ljóst að svona niðurstaða verður ekki til nema með skiln­ingi, sam­kennd og sam­vinnu.

Hand­knatt­leiks­deild HK er gríðarlega stolt af sín­um þjálf­ur­um og leik­mönn­um fyr­ir að fara þessa leið og er ég sem formaður deild­ar­inn­ar hrærður yfir þess­ari sam­vinnu og já­kvæðni sem all­ir hafa sýnt fé­lag­inu. Sam­an stönd­um við sterk­ari, hugs­um vel hvert um annað og horf­um já­kvætt til næsta vetr­ar.

Áfram HK,
Brynj­ar F. Val­steins­son,
formaður hand­knatt­leiks­deild­ar HK.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman