Forskotið byggist á nánu og góðu samstarfi

„Markaðurinn er í stöðugri þróun og neytendur að kalla eftir …
„Markaðurinn er í stöðugri þróun og neytendur að kalla eftir nýjum vörum, sem þýðir að þróa þarf tækni sem mætir þessum kröfum enn betur,“ segir Auður Ýr Sveinsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Völku. Ljósmynd/Valka

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með vel­gengni Völku, og sjá fyr­ir­tækið kom­ast hratt og vel í hóp þeirra allra­bestu á sviði fisk­vinnslu­tækni. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2003 af Helga Hjálm­ars­syni og fram­leiðir í dag fjöl­breytt­an búnað fyr­ir fisk­vinnsl­ur en tækni Völku tek­ur við fisk­in­um eft­ir haus­un, flök­un og roðflett­ingu. Fyrsta skrefið í Völku-búnaðinum er forsnyrt­ing en síðan fer fisk­ur­inn í vatns­skurðar­vél sem grein­ir fisk­inn og sker eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um og flokk­ar fyr­ir pökk­un. Þekkt­asta vara Völku er ein­mitt vatns­skurðar­vél­in sem fyr­ir­tækið setti fyrst á markað fyr­ir átta árum og þykir hafa markað tíma­mót í bættri hrá­efn­isnýt­ingu og auk­inni verðmæta­sköp­un í grein­inni.

Auður Ýr Sveins­dótt­ir er aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Völku og seg­ir hún að ár­ang­ur­inn megi ekki síst þakka góðu sam­starfi við viðskipta­vin­ina. Eru ekki nema átta ár síðan fyrsta vatns­skurðar­vél Völku var tek­in í notk­un, í fisk­vinnslu HB Granda, og seg­ir Auður að slík verk­efni bygg­ist á gagn­kvæmu trausti og mikl­um metnaði viðskipta­vin­ar­ins á sviði tækni­legr­ar framþró­un­ar í fisk­vinnslu.

Aðrar fiskveiðiþjóðir munu freista þess að saxa á tækniforskot Íslands …
Aðrar fisk­veiðiþjóðir munu freista þess að saxa á tækni­for­skot Íslands en ef rétt er staðið að ný­sköp­un og tækniþróun má viðhalda for­skot­inu og tryggja að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki njóti góðs af nýj­ustu og bestu tækni sem fá­an­leg er. Ljós­mynd/​Valka

Eins og les­end­ur vita er krafta­verki lík­ast hvað vinnslu­búnaður fyr­ir­tækja eins og Völku ræður við og þannig not­ar vatns­skurðar­vél­in rönt­g­en­tækni til að greina hvar beingarður­inn ligg­ur í hverju flaki, sam­spil rönt­gen, leysi­geisla og mynda­véla­tækni reikn­ar svo út af ná­kvæmni lög­un og þyngd hvers flaks sem fer í gegn­um vél­ina. Skurðar­tækið sjálft bein­ir hár­fínni og öfl­ugri vatns­b­un­unni á alla mögu­lega vegu og bæði sker í burtu beingarðinn og annað sem rönt­gen­mynda­vél­in kann að hafa komið auga á. Álgrím reikna svo út heppi­leg­astu skipt­ingu í bita byggt á því skurðamynstri sem vinnslu­stjór­inn hef­ur valið og þannig er verðmæti hvers flaks há­markað. Bit­un­um sem koma úr vél­inni má dreifa á ólíka staði inn­an fisk­vinnsl­unn­ar, og þannig gætu t.d. hnakka­stykk­in farið rak­leiðis í pökk­un og þaðan beint út á flug­völl og áleiðis til kaup­enda í öðrum lönd­um, á meðan aðrir bit­ar fara í frysti eða þá leið sem trygg­ir hæst afurðaverð.

Risa­verk­efni að ljúka

Þegar litið er yfir sviðið blas­ir við að vöxt­ur Völku er rétt að byrja. Fyr­ir­tækið er um þess­ar mund­ir að styrkja stöðu sína á Íslandi og í Nor­egi og hafa vél­ar fyr­ir­tæks­ins sannað gildi sitt í fisk­vinnsl­um bol­fiskút­gerða sem og í slát­ur­hús­um fyr­ir lax­fiska. Þá er Valka um þess­ar mund­ir að legga loka­hönd á stóra fisk­vinnslu í Múrm­ansk og óhætt að reikna með fleiri verken­f­um í Rússlandi í takt við öra tækni­væðingu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja þar í landi.

Auður minn­ir á að tækni­væðing rúss­nesks sjáv­ar­út­vegs kem­ur m.a. til af því að rík­is­stjórn Pútíns ákvað að umb­una þeim út­gerðum með aukn­um kvóta sem fjár­festa í nýj­um og betri fisk­vinnsl­um og skip­um. Valka sér um upp­setn­ingu fisk­vinnsl­unn­ar, sem er í eigu út­gerðar­inn­ar Murm­an, og er heild­ar­hönn­un verk­smiðjunn­ar í hönd­um Völku þó að fleiri tækja­fram­leiðend­ur komi að verk­efn­inu. Koma um 80% tækja­búnaðar­ins frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um eins og Skag­an­um 3X, Kappi og Slipp­in­um á Ak­ur­eyri. Um u.þ.b. 1,3 millj­arða króna fram­kvæmd er að ræða og verður fisk­vinnsla Murm­an lík­lega tækni­vædd­asta bol­fisk­vinnsl­an í Rússlandi.

Vélar taka í auknum mæli við hlutverki mannsins.
Vél­ar taka í aukn­um mæli við hlut­verki manns­ins. Ljós­mynd/​Valka

Að sögn Auðar hef­ur verk­efnið gengið mjög vel og ánægju­legt að starfa með Rúss­un­um. „Starfs­fólk okk­ar í Nor­egi hef­ur borið hit­ann og þung­ann af bæði sölu verk­efn­is­ins og ut­an­um­haldi, en einnig hef­ur fjöldi fólks á Íslandi unnið að verk­efn­inu í Múrm­ansk í skemmri eða lengri tíma. Góð liðsheild er inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, all­ir vinna sam­hent­ir að einu marki, og hef­ur hóp­ur­inn verið sam­stillt­ur í að tak­ast á við all­ar þær áskor­an­ir sem hafa komið upp á fram­kvæmda­tím­an­um.“

Lífið get­ur verið erfitt í rúss­nesk­um borg­um, og á það t.d. við um Múrm­ansk að þar get­ur orðið skelf­ing kalt á vet­urna, ekta rúss­nesk­ur blær er á mann­líf­inu og ekki endi­lega mikið um að vera fyr­ir aðkomu­fólk. Spurð hvort dvöl­in í Múrm­ansk hafi reynt á starfs­fólkið af þess­um sök­um seg­ir Auður að sér­fræðing­ar Völku kalli ekki allt ömmu sína og séu því al­van­ir að þurfa að dvelja fjarri heima­hög­um vegna upp­setn­ing­ar vinnslu­tækja. „Við gætt­um þess að reyna að hafa hverja vinnu­ferð að há­marki 2-3 vik­ur að lengd svo fólk dvelji ekki of lengi fjarri ást­vin­um sín­um en að auki réðum við sér­stak­lega til okk­ar rúss­nesku­mæl­andi starfs­fólk. Vissu­lega voru vinnu­dag­arn­ir lang­ir og krefj­andi en það fór ágæt­lega um okk­ar fólk og heima­menn gestristn­ir.“

Verðum áfram í fremstu röð

En hvað þýðir það fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg ef Rúss­land og aðrir keppi­naut­ar tækni­væðast? Markaðsgrein­end­ur hafa bent á að það tækni­for­skot sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur notið um allangt skeið vari ekki endi­lega að ei­lífu enda sjá aðrar þjóðir líka hag sinn í að tækni­væða veiðar og vinnslu, og þar með auka af­köst og skil­virkni sam­hliða því að stór­auka gæði vör­unn­ar. Er þessi þróun óhjá­kvæmi­leg, hvort sem tækn­in sem notuð er í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um annarra þjóða kem­ur frá Íslandi eða ann­ars staðar að.

Auður bend­ir á að ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki þurfi ekki að ótt­ast harðnandi sam­keppni, en grein­in megi vita­skuld ekki sofna á verðinum held­ur þurfi að halda áfram að vinna að ný­sköp­un og tækniþróun. „Við get­um viðhaldið for­skot­inu enda búum við að mik­illi þekk­ingu og byggj­um ár­ang­ur­inn á nánu og góðu sam­starfi fyr­ir­tækj­anna og fræðasam­fé­lags­ins. Það er þar sem for­skotið ligg­ur í reynd, og ef ný­sköp­un er sinnt sem skyldi munu ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki alltaf njóta góðs af því að hafa nýj­ustu og bestu tækni sem fá­an­leg er,“ út­skýr­ir hún og bæt­ir við að tæki eins og þau sem verið er að setja upp í Múrm­ansk hafi sinn end­ing­ar­tíma og muni úr­eld­ast einn góðan veður­dag. „Markaður­inn er í stöðugri þróun og neyt­end­ur að kalla eft­ir nýj­um vör­um, sem þýðir að þróa þarf tækni sem mæt­ir þess­um kröf­um enn bet­ur.“

Sést þetta for­skot kannski hvað best á nýrri fisk­vinnslu Sam­herja sem rís núna á Dal­vík. Seg­ir Auður að fisk­vinnsl­an á Dal­vík verði risa­stór með fjór­ar skurðarlín­ur sem vinna sam­an til að há­marka verðmæti hvers flaks og um leið skapa mik­inn hraða og sveigj­an­leika í starf­sem­inni. Þar verður hægt að verka mikið magn afla á skömm­um tíma og ganga enn lengra í að tryggja sem besta meðferð hrá­efn­is­ins frá veiðum og þar til fisk­ur­inn er kom­inn í hill­ur versl­ana. „Verður fisk­vinnsl­an sú tækni­vædd­asta í heimi, með marg­falda af­kasta­getu á hvern starfs­mann borið sam­an við það sem tíðkast víðast hvar er­lend­is.“

Viðtalið við Auði Ýr var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­veg, 7. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: